Slor gegn hori Haraldur Guðmundsson skrifar 9. nóvember 2013 07:00 Dr. Ágústa Guðmundsdóttir segir sænska lyfsala sýna úðabrúsanum mikinn áhuga. Fréttablaðið/Daníel Íslenska líftæknifyrirtækið Zymetech hefur þróað efnablöndu sem notar ensím úr þorskinnyflum til að drepa kvefveirur. „Efnablandan er seld í úðabrúsum í verslunum Apoteket í Svíþjóð, einni stærstu lyfsölukeðju landsins, og samningar við aðra lyfsala eru í burðarliðnum,“ segir Dr. Ágústa Guðmundsdóttir, prófessor í matvælafræði við Háskóla Íslands og rannsóknastjóri Zymetech. Ágústa kynnti úðabrúsann og átta ára rannsóknastarf fyrirtækisins á þorskensímum á morgunfundi sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og Íslenski sjávarklasinn stóðu fyrir síðastliðinn fimmtudag. „Þetta er íslenskt hugvit sem Zymetech, sem er sextán ára gamalt fyrirtæki og hét áður Ensímtækni, er með einkaleyfi á. Blöndunni er einfaldlega sprautað upp í munn þar sem hún myndar filmu og ensímið virkar í filmunni og eyðir kvefveirum og fækkar sýkingardögum,“ segir Ágústa. Hún segir að klínískar rannsóknir á virkni blöndunnar hafi sýnt fram á að notkun hennar geti fækkað veikindadögum vegna kvefveira úr að meðaltali sex dögum niður í þrjá. „Þorskensímin eru einungis um 0,1 prósent af heildarefnablöndunni. Afgangurinn er samblanda af ýmsum efnum sem hafa verið þróuð til að viðhalda virkni og stöðugleika ensímanna,“ segir Ágústa. „Blandan er markaðssett af samstarfsaðilum okkar í Svíþjóð. Hér á landi eru hvorki næg þekking né fjármagn fyrir hendi þegar kemur að markaðssetningu líflækningatækja og markaðsaðgangur ekki sambærilegur við það sem þekkist í Svíþjóð. En við eigum einkaleyfið og hugverkaréttinn og getum selt sambærilegar vörur hér á landi eða annars staðar.“ Spurð hvenær úðabrúsinn verði fáanlegur hérlendis segir Rannveig að það sé enn óljóst. „Það er verið að vinna í því og ég vonast til þess að það verði fljótlega.“ Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Íslenska líftæknifyrirtækið Zymetech hefur þróað efnablöndu sem notar ensím úr þorskinnyflum til að drepa kvefveirur. „Efnablandan er seld í úðabrúsum í verslunum Apoteket í Svíþjóð, einni stærstu lyfsölukeðju landsins, og samningar við aðra lyfsala eru í burðarliðnum,“ segir Dr. Ágústa Guðmundsdóttir, prófessor í matvælafræði við Háskóla Íslands og rannsóknastjóri Zymetech. Ágústa kynnti úðabrúsann og átta ára rannsóknastarf fyrirtækisins á þorskensímum á morgunfundi sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og Íslenski sjávarklasinn stóðu fyrir síðastliðinn fimmtudag. „Þetta er íslenskt hugvit sem Zymetech, sem er sextán ára gamalt fyrirtæki og hét áður Ensímtækni, er með einkaleyfi á. Blöndunni er einfaldlega sprautað upp í munn þar sem hún myndar filmu og ensímið virkar í filmunni og eyðir kvefveirum og fækkar sýkingardögum,“ segir Ágústa. Hún segir að klínískar rannsóknir á virkni blöndunnar hafi sýnt fram á að notkun hennar geti fækkað veikindadögum vegna kvefveira úr að meðaltali sex dögum niður í þrjá. „Þorskensímin eru einungis um 0,1 prósent af heildarefnablöndunni. Afgangurinn er samblanda af ýmsum efnum sem hafa verið þróuð til að viðhalda virkni og stöðugleika ensímanna,“ segir Ágústa. „Blandan er markaðssett af samstarfsaðilum okkar í Svíþjóð. Hér á landi eru hvorki næg þekking né fjármagn fyrir hendi þegar kemur að markaðssetningu líflækningatækja og markaðsaðgangur ekki sambærilegur við það sem þekkist í Svíþjóð. En við eigum einkaleyfið og hugverkaréttinn og getum selt sambærilegar vörur hér á landi eða annars staðar.“ Spurð hvenær úðabrúsinn verði fáanlegur hérlendis segir Rannveig að það sé enn óljóst. „Það er verið að vinna í því og ég vonast til þess að það verði fljótlega.“
Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira