Viðskipti innlent

Flugfélag Íslands tapaði illa á vonsku veðrinu

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Framkvæmdastjórinn segir mikilvægast að öryggi farþeganna sé tryggt og tapið sé smámál í samanburði við það.
Framkvæmdastjórinn segir mikilvægast að öryggi farþeganna sé tryggt og tapið sé smámál í samanburði við það. Mynd/Pjetur
Flugfélag Íslands tapaði í kringum 10 milljónum á vonskuveðri gærdagsins.

Í samtali við DV segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri félagsins, að aflýsa hafi þurft í kringum 20 ferðum, fram og til baka. Það hafi því verið 700 manns sem biðu eftir flugi í gær sem Flugfélag Íslands gat ekki flogið með.

Flugfélagið mun endurgreiða öllum að fullu sem eftir því óska eða afhenda þeim nýja farmiða. Slíkar endurgreiðslur kosta sitt en Árni segir heildarverðmæti tjónsins ekki liggja fyrir en ljóst sé þó að það hlaupi á milljónum, sennilega í kringum 10 milljónir.

Árni segir þetta ekki í fyrsta sinn sem félagið lendi í svona tjóni en þetta sé bara hluti af því að búa á Íslandi.

Þá segir Árni mikilvægast að öryggi farþeganna sé tryggt og tapið sé smámál í samanburði við það.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×