Vodafone og Nova sameina dreifikerfin Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 12. nóvember 2013 21:11 mynd/365 Til stendur að sameina dreifikerfi fjarskiptafélaganna Nova og Vodafone í eitt alhliða farsímadreifikerfi. Fjarskiptafélögin hafa ákveðið að ganga til formlegra viðræðna um stofnun nýs rekstrarfélags. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vodafone og Nova. Hið nýja rekstrarfélag mun reka sameinað farsímakerfi félaganna tveggja. Í tilkynningunni segir að engin breyting verði á samkeppni félaganna á fjarskiptamarkaði, þar sem samreksturinn snýr einungis að tæknilegu þáttum í rekstri þeirra. Reynsla annarra landa af sambærilegum samrekstri er góð, til dæmis í Danmörku, Svíþjóð og Bretlandi. Ómar Svavarsson, forstjóri Vodafone segir að snjalltæknin sé samskiptamáti framtíðarinnar. „Almenningur treystir á að gagnaflutningshraði sé í samræmi við þarfirnar. Hingað til hefur samrekstur símafyrirtækjanna á dreifikerfum verið takmarkaður en með tæknilegum samrekstri skapast möguleikar til að gera Ísland að einu best tengda samfélagi í veröldinni.“ Liv Bergþórsdóttir, framkvæmdarstjóri Nova, segir að þau telji það skynsamlegt út frá mörgum sjónarhornum að sameina rekstur dreifikerfanna. „Með því næst fram veruleg hagræðing í rekstri og við munum geta boðið öflugri þjónustu með minni tilkostnaði.“ Undirbúningsvinna vegna stofnunar félagsins hefur farið fram um nokkra hríð með vitneskju Samkeppniseftirlitsins og Póst- og fjarskiptastofnunar. Vodafone og Nova munu óska eftir heimild þessara aðila til að stofna nýja rekstrarfélagið og að þeim fengnum mun félagið taka til starfa. Vonir standa til að það verði á fyrri hluta ársins 2014. Í tilkynningunni segir að með sameiningu dreifikerfanna skapist mikil tækifæri til stækkunar og verulegt hagræði náist í fjárfestingum og rekstri. Einnig verður þétting og uppbygging kerfisins hraðari en annars væri mögulegt. Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Til stendur að sameina dreifikerfi fjarskiptafélaganna Nova og Vodafone í eitt alhliða farsímadreifikerfi. Fjarskiptafélögin hafa ákveðið að ganga til formlegra viðræðna um stofnun nýs rekstrarfélags. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vodafone og Nova. Hið nýja rekstrarfélag mun reka sameinað farsímakerfi félaganna tveggja. Í tilkynningunni segir að engin breyting verði á samkeppni félaganna á fjarskiptamarkaði, þar sem samreksturinn snýr einungis að tæknilegu þáttum í rekstri þeirra. Reynsla annarra landa af sambærilegum samrekstri er góð, til dæmis í Danmörku, Svíþjóð og Bretlandi. Ómar Svavarsson, forstjóri Vodafone segir að snjalltæknin sé samskiptamáti framtíðarinnar. „Almenningur treystir á að gagnaflutningshraði sé í samræmi við þarfirnar. Hingað til hefur samrekstur símafyrirtækjanna á dreifikerfum verið takmarkaður en með tæknilegum samrekstri skapast möguleikar til að gera Ísland að einu best tengda samfélagi í veröldinni.“ Liv Bergþórsdóttir, framkvæmdarstjóri Nova, segir að þau telji það skynsamlegt út frá mörgum sjónarhornum að sameina rekstur dreifikerfanna. „Með því næst fram veruleg hagræðing í rekstri og við munum geta boðið öflugri þjónustu með minni tilkostnaði.“ Undirbúningsvinna vegna stofnunar félagsins hefur farið fram um nokkra hríð með vitneskju Samkeppniseftirlitsins og Póst- og fjarskiptastofnunar. Vodafone og Nova munu óska eftir heimild þessara aðila til að stofna nýja rekstrarfélagið og að þeim fengnum mun félagið taka til starfa. Vonir standa til að það verði á fyrri hluta ársins 2014. Í tilkynningunni segir að með sameiningu dreifikerfanna skapist mikil tækifæri til stækkunar og verulegt hagræði náist í fjárfestingum og rekstri. Einnig verður þétting og uppbygging kerfisins hraðari en annars væri mögulegt.
Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira