Viðskipti innlent

Guðbrandur nýr formaður LÍV

Samúel Karl Ólason skrifar
Guðbrandur Einarsson formaður LÍV.
Guðbrandur Einarsson formaður LÍV.
Guðbrandur Einarsson var kjörinn formaður Landssambands íslenskra verzlunarmanna á þingi sambandsins á Akureyri um helgina. Auk Guðbrandar var Helga Ingólfsdóttir, stjórnarformaður í VR. Guðbrandur fékk 82% atkvæða og tók því við af Úlfhildi Rögnvaldsdóttur fráfarandi formanni sem ekki gaf kost á sér til endurkjörs samkvæmt tilkynningu frá LÍV.

„Guðbrandur er 55 ára Keflvíkingur og hefur hann verið formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja frá árinu 1998. Hann hefur setið í stjórn LÍV frá árinu 1999 og tók sæti í Miðstjórn ASÍ árið 2012. Hann hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa fyrir verkalýðshreyfinguna og situr meðal annars í stjórn Atvinnuleysistryggingasjóðs, stjórn Miðstöðvar símenntunar Suðurnesjum og Samvinnu, starfsendurhæfingar á Suðurnesjum.“

„Einn listi var í framboði til stjórnar og varasjórnar og voru eftirtalin kosin: Stjórn: Ólafía B. Rafnsdóttir, Páll Örn Líndal, Kristín M. Björnsdóttir, Benóný Valur Jakobsson, Úlfhildur Rögnvaldsdóttir og Gils Einarsson.

Varastjórn: Eiður Stefánsson, Jóhanna S. Rúnarsdóttir, Hjörtur Geirmundsson, Þórhildur Karlsdóttir, Óskar Kristjánsson, Júnía Þorkelsdóttir og Valur M. Valtýsson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×