Viðskipti innlent

Fjölga ferðum norðan heiða

Haraldur Guðmundsson skrifar
Ragnheiður Elín Árnadóttir ferðamálaráðherra, Sævar Freyr Sigurðsson, eigandi Saga Travel, og Árni Gunnarsson, formaður SAF.
Ragnheiður Elín Árnadóttir ferðamálaráðherra, Sævar Freyr Sigurðsson, eigandi Saga Travel, og Árni Gunnarsson, formaður SAF. Mynd/SAF
„Við tökum þessu sem frábæru hrósi og klappi á bakið,“ segir Sævar Freyr Sigurðsson, eigandi norðlensku ferðaskrifstofunnar Saga Travel, sem hlaut nýsköpunarverðlaun Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) á mánudag.

Í rökstuðningi dómnefndar SAF segir að ferðaskrifstofan hafi verið „vítamínsprauta í vöruþróun ferðaþjónustu norðan heiða“. 

Sævar segir starfsmenn Saga Travel stefna að enn frekari fjölgun ferða. Hann nefnir meðal annars ferðir þar sem farið verður um Norðurland að næturlagi. 

„Við erum einnig að leggja lokahönd á viðburðadagatal þar sem við ætlum að gera pakkaferðir úr ýmsum viðburðum hér í landshlutanum, þar sem markhópurinn er fyrst og fremst erlendir ferðamenn. Einnig ætlum við að þróa enn frekar ferðir fyrir fámenna ferðahópa og að lokum að einblína meira á íslenska markaðinn og koma Akureyri enn betur á kortið þegar kemur að árshátíðarferðum og öðru,“ segir Sævar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×