Viðskipti innlent

Félag Skúla Mogensen tapaði 35 milljónum króna

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Eigið fé Títan var neikvætt um 136,8 milljónir króna um síðustu áramót.
Eigið fé Títan var neikvætt um 136,8 milljónir króna um síðustu áramót. Mynd/Valgarður
Títan, fjárfestingafélag í eigu Skúla Mogensen, tapaði 35 milljónum króna í fyrra. Viðskiptablaðið segir frá þessu.

Títan fjárfestingafélag ehf., sem á meðal annars allt hlutafé Wow Air, skilaði tæplega 35 milljóna króna tapi í fyrra en árið 2011 nam tapið á rekstri félagsins 134,7 milljónum króna.

Skúli segir að þrátt fyrir tapið sé útlitið fyrir þetta ár gott.

Eignir Títan námu um síðastu áramót rúmum 2.616 milljónum króna og þar af námu eignarhlutir í öðrum félögum 2,3 milljónum króna. Lánasamningar í eigu félagsins eru metnir á 265,7 milljónir.

Skuldir eru hærri en eignir og nema 2.753 milljónum króna og þar af eru hluthafalán upp á 2.033 milljónir.

Eigið fé fjárfestingafélagsins var því neikvætt um 136,8 milljónir króna um síðustu áramót.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×