Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Garðar Örn Úlfarsson skrifar 17. október 2014 06:15 Verslanir Whole Food hafa lengi selt íslenskt lambakjöt vestanhafs. Mynd/Baldvin Jónsson „Það er ágreiningur um það sem ég vil gera til þess að hlíta samningnum sjálfum,“ segir Baldvin Jónsson, sem vinnur að markaðssetningu íslenskra landbúnaðarvara í Bandaríkjunum en fékk ekki 4,5 milljóna króna ársfjórðungsgreiðslu frá utanríkisráðuneytinu um miðjan september eins og samningur gerir ráð fyrir. „Septembergreiðslan verður ekki greidd fyrr en fullnægjandi upplýsingar um framvindu verkefnisins hafa borist,“ segir Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins.Baldvin Jónsson.Baldvin hefur unnið að því að kynna íslenskar landbúnaðarvörur í Bandaríkjunum í um tuttugu ár. Að því er segir í svari frá Urði Gunnarsdóttur hefur slíkt markaðsverkefni notið fjárstuðnings frá ríkinu, flest árin hafi styrkurinn numið um 25 milljónum króna. Frá 2006 hafi utanríkisráðuneytið átt „óbeina aðkomu“ að verkefninu með því að Baldvin Jónsson hafði starfsaðstöðu við sendiráð Íslands í Washington þótt hann ynni sjálfstætt.Ekki í upphaflegum frumvörpumÞegar fjárlagafrumvarp ársins 2012 var lagt fram var ekki gert ráð fyrir áframhaldandi framlagi ríkisins til Baldvins. Urður segir að milli umræðna um frumvarpið hafi hins vegar komið fram tillaga um sérstakan tímabundinn styrk til að halda verkefninu áfram í tvö ár. Samþykkt hafi verið að veita 12 milljónir til verksins fyrir hvort árið, 2012 og 2013. „Undir meðferð Alþingis á fjárlagafrumvarpi þessa árs kom aftur fram tillaga um framlengingu á styrk til markaðsverkefnisins um ný tvö ár, það er 2014 og 2015 um 18 milljónir króna hvort ár,“ svarar Urður fyrirspurn Fréttablaðsins. Að sögn Urðar var það vegna „aðdraganda málsins og rökstuðnings fjárlaganefndar“ sem ákveðið var að halda verkefninu áfram með sambærilegum hætti og verið hafði. Rökstuðningurinn sem utanríkisráðuneytið vísar til hefur ekki fengist uppgefinn hjá utanríkisráðuneytinu eða Alþingi. Í skýringum með þessum lið í fjárlagafrumvarpinu segir aðeins að gerð hafi verið tillaga um þessa fjárveitingu og að ákvörðun hafi verið tekin um hana. Af athugasemdum við frumvarpið er að sjá að tillagan hafi borist úr herbúðum ríkisstjórnarinnar.Urður Gunnarsdóttir.Stjórn fylgist með BaldvinNúverandi samningur við Baldvin var undirritaður 12. júní á þessu ári. Samkvæmt honum fékk Baldvin greiddar sex milljónir króna við undirritun og aðrar þrjár milljónir 1. júlí. Hann átti síðan að fá 4,5 milljónir þann 15. september og aðra eins upphæð 15. desember. Utanríkisráðuneytið setti verkefninu sérstaka stjórn. Hún er skipuð þremur mönnum og er undir formennsku Högna Kristjánssonar, skrifstofustjóra í utanríkisráðuneytinu. Aðrir í stjórninni eru Jón Ásbergsson og Magnús Freyr Jónsson, sláturhússtjóri á Hvammstanga. Samningurinn kveður á um að Baldvin eigi að skila stjórninni skýrslu um framvindu verkefnisins áður en til hverrar greiðslu kemur.Högni Kristjánsson.Fékk þrjár milljónir þótt skýrslu vantaði„Stjórnin hefur ekki unnið skýrslur eða minnisblöð og framkvæmdaraðili hefur heldur ekki lagt fram slík endanleg gögn fyrir stjórnina til samþykktar,“ upplýsir Urður. „Mat stjórnin það svo að sanngjarnt væri að inna hana af hendi í ljósi þess hve skammt var liðið frá undirskrift,“ segir upplýsingafulltrúinn um milljónirnar þrjár sem borgaðar voru í júlí án þess að Baldvin hefði skilað skýrslu. „Ég skilaði inn fjögurra blaðsíðna skýrslu fyrir mánuði um starfið sem á að vera í gangi á þessu ári,“ segir Baldvin. „Það sem ég vil gera til þess að hlíta samningnum sjálfum er að halda áfram á þeirri braut að ná aukinni samstöðu meðal fyrirtækja og þjónustuaðila sem eru að hasla sér völl á markaðnum til að nýta fjármuni enn þá betur.“Á sér uppáhalds tengdasonBaldvin á fund í dag með fulltrúum utanríkisráðuneytisins. „Það er ágreiningur við verkefnisstjórnina um áherslur. Við ætlum að fara yfir hvar okkur greinir á. Það er ósköp eðlilegt og sjálfsagt,“ segir hann. Baldvin kveður verkefnið hafa skilað milljörðum króna í útflutningstekjur. „En ég finn það alveg að í samfélaginu tengir fólk mína persónu við fjölskylduna. Ég er bara mjög ánægður með tengdason minn, sem dæmi,“ segir Baldvin og vísar þar til Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. „Hann er uppáhaldstengdasonur minn – hann er reyndar eini tengdasonur minn.“ Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Sjá meira
„Það er ágreiningur um það sem ég vil gera til þess að hlíta samningnum sjálfum,“ segir Baldvin Jónsson, sem vinnur að markaðssetningu íslenskra landbúnaðarvara í Bandaríkjunum en fékk ekki 4,5 milljóna króna ársfjórðungsgreiðslu frá utanríkisráðuneytinu um miðjan september eins og samningur gerir ráð fyrir. „Septembergreiðslan verður ekki greidd fyrr en fullnægjandi upplýsingar um framvindu verkefnisins hafa borist,“ segir Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins.Baldvin Jónsson.Baldvin hefur unnið að því að kynna íslenskar landbúnaðarvörur í Bandaríkjunum í um tuttugu ár. Að því er segir í svari frá Urði Gunnarsdóttur hefur slíkt markaðsverkefni notið fjárstuðnings frá ríkinu, flest árin hafi styrkurinn numið um 25 milljónum króna. Frá 2006 hafi utanríkisráðuneytið átt „óbeina aðkomu“ að verkefninu með því að Baldvin Jónsson hafði starfsaðstöðu við sendiráð Íslands í Washington þótt hann ynni sjálfstætt.Ekki í upphaflegum frumvörpumÞegar fjárlagafrumvarp ársins 2012 var lagt fram var ekki gert ráð fyrir áframhaldandi framlagi ríkisins til Baldvins. Urður segir að milli umræðna um frumvarpið hafi hins vegar komið fram tillaga um sérstakan tímabundinn styrk til að halda verkefninu áfram í tvö ár. Samþykkt hafi verið að veita 12 milljónir til verksins fyrir hvort árið, 2012 og 2013. „Undir meðferð Alþingis á fjárlagafrumvarpi þessa árs kom aftur fram tillaga um framlengingu á styrk til markaðsverkefnisins um ný tvö ár, það er 2014 og 2015 um 18 milljónir króna hvort ár,“ svarar Urður fyrirspurn Fréttablaðsins. Að sögn Urðar var það vegna „aðdraganda málsins og rökstuðnings fjárlaganefndar“ sem ákveðið var að halda verkefninu áfram með sambærilegum hætti og verið hafði. Rökstuðningurinn sem utanríkisráðuneytið vísar til hefur ekki fengist uppgefinn hjá utanríkisráðuneytinu eða Alþingi. Í skýringum með þessum lið í fjárlagafrumvarpinu segir aðeins að gerð hafi verið tillaga um þessa fjárveitingu og að ákvörðun hafi verið tekin um hana. Af athugasemdum við frumvarpið er að sjá að tillagan hafi borist úr herbúðum ríkisstjórnarinnar.Urður Gunnarsdóttir.Stjórn fylgist með BaldvinNúverandi samningur við Baldvin var undirritaður 12. júní á þessu ári. Samkvæmt honum fékk Baldvin greiddar sex milljónir króna við undirritun og aðrar þrjár milljónir 1. júlí. Hann átti síðan að fá 4,5 milljónir þann 15. september og aðra eins upphæð 15. desember. Utanríkisráðuneytið setti verkefninu sérstaka stjórn. Hún er skipuð þremur mönnum og er undir formennsku Högna Kristjánssonar, skrifstofustjóra í utanríkisráðuneytinu. Aðrir í stjórninni eru Jón Ásbergsson og Magnús Freyr Jónsson, sláturhússtjóri á Hvammstanga. Samningurinn kveður á um að Baldvin eigi að skila stjórninni skýrslu um framvindu verkefnisins áður en til hverrar greiðslu kemur.Högni Kristjánsson.Fékk þrjár milljónir þótt skýrslu vantaði„Stjórnin hefur ekki unnið skýrslur eða minnisblöð og framkvæmdaraðili hefur heldur ekki lagt fram slík endanleg gögn fyrir stjórnina til samþykktar,“ upplýsir Urður. „Mat stjórnin það svo að sanngjarnt væri að inna hana af hendi í ljósi þess hve skammt var liðið frá undirskrift,“ segir upplýsingafulltrúinn um milljónirnar þrjár sem borgaðar voru í júlí án þess að Baldvin hefði skilað skýrslu. „Ég skilaði inn fjögurra blaðsíðna skýrslu fyrir mánuði um starfið sem á að vera í gangi á þessu ári,“ segir Baldvin. „Það sem ég vil gera til þess að hlíta samningnum sjálfum er að halda áfram á þeirri braut að ná aukinni samstöðu meðal fyrirtækja og þjónustuaðila sem eru að hasla sér völl á markaðnum til að nýta fjármuni enn þá betur.“Á sér uppáhalds tengdasonBaldvin á fund í dag með fulltrúum utanríkisráðuneytisins. „Það er ágreiningur við verkefnisstjórnina um áherslur. Við ætlum að fara yfir hvar okkur greinir á. Það er ósköp eðlilegt og sjálfsagt,“ segir hann. Baldvin kveður verkefnið hafa skilað milljörðum króna í útflutningstekjur. „En ég finn það alveg að í samfélaginu tengir fólk mína persónu við fjölskylduna. Ég er bara mjög ánægður með tengdason minn, sem dæmi,“ segir Baldvin og vísar þar til Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. „Hann er uppáhaldstengdasonur minn – hann er reyndar eini tengdasonur minn.“
Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun