Viðskipti innlent

Fjögur fengu átta milljónir

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Við afhendingu um helgina.
Við afhendingu um helgina. Mynd/Íslandsbanki
Fjögur fyrirtæki fengu að þessu sinni styrki úr Frumkvöðlasjóði Íslandsbanka. Sjóðurinn hefur á árinu úthlutað 17 milljónum til níu verkefna.

Fyrirtækin sem nú fengu styrk eru Valorka ehf., Klappir ehf., Marsýn og Hugbúnaður til aðgreiningar síldarstofna. Þau skipta á milli sín átta milljónum króna.

Fram kemur í tilkynningu Íslandsbanka að sjóðurinn styrki frumkvöðlaverkefni sem leggi áherslu á endurnýjanlega orku, sjálfbæran sjávarútveg og verndun hafsvæða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×