Viðskipti innlent

Ný sjónvarpsþjónusta fyrir börn

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Aðalpersóna SkjáKrakka maríubjallan Óskar.
Aðalpersóna SkjáKrakka maríubjallan Óskar.
SkjárKrakkar er ný sjónvarpsþjónusta hjá Skjánum. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að ekki sé um eiginlega sjónvarpsstöð með línulegri dagskrá að ræða, heldur mætti líkja henni við NetFlix og fleiri sjónvarpsveitur.

Greitt er eitt mánaðargjald og fá áskrifendur þá ótakmarkaðan aðgang að talsettu barnaefni í gegnum VOD þjónustu Símans eða Vodafone.

Í boði verða yfir 400 þættir og bíómyndir með íslensku tali og er aðalpersóna SkjáKrakka maríubjallan Óskar. Meðal efnis á í boði eru Latibær, Strumparnir, Skoppa og Skrítla, Bubbi byggir og Pósturinn Páll auk fjölda annarra vinsælla kvikmynda og þátta fyrir börn á öllum aldri. Þá verður nýju efni reglulega bætt við úrvalið.

SkjárKrakkar er aðgengileg öllum sem eru með myndlykil frá Vodafone eða Símanum og hafa aðgang að VOD leigum, en þjónustan er ókeypis til 15. nóvember.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×