Atvinnulíf

Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin

Rakel Sveinsdóttir skrifar
Það sem viðmælendur Atvinnulífsins á Vísi eiga sameiginlegt er að þora að fara á trúnó; ræða um allt það sem skiptir máli, bæði það sem frábært er en líka það sem betur mætti fara. Jákvæðnin er þó í öndvegi og mjög skemmtilegt hvað viðmælendur eru tilbúnir til að gefa af sér, deila góðum ráðum og fleira.
Það sem viðmælendur Atvinnulífsins á Vísi eiga sameiginlegt er að þora að fara á trúnó; ræða um allt það sem skiptir máli, bæði það sem frábært er en líka það sem betur mætti fara. Jákvæðnin er þó í öndvegi og mjög skemmtilegt hvað viðmælendur eru tilbúnir til að gefa af sér, deila góðum ráðum og fleira.

Það var vægast sagt fjölbreytt flóra viðmælenda  í Atvinnulífinu árið 2025. Fólk með ólíkan bakgrunn og reynslu en þó fólk sem á það sameiginlegt að þora að ræða hlutina.

Eitt af því sem stóð upp úr í vinnslu viðtala var að hitta hjónafólk, fjölskyldur og vini. Í þessum viðtölum er oft hlegið og mikið gaman.

Nýsköpun er alltaf viðfangsefni hjá Atvinnulífinu á Vísi. Líka að heyra um nýsköpun Íslendinga sem gera það gott í útlöndum. Svo gott reyndar að í sumum tilfellum fær Vísir að heyra meira um framgang mála.

Til dæmis það að Steinunn Sara Helgudóttir, sigraði Kammaprisen 2025 í Danmörku fljótlega eftir að viðtalið við hana var birt á Vísi. 

Fékk yfir 16.000 atkvæði og spurning um hvort lesendur Vísis hafi eitthvað átt þátt í þeirri velgengni?

Að ræða við unga fólkið og velta fyrir sér framtíðarleiðtogunum er auðvitað alltaf áhugavert. Jafnvel að rætt sé við systkini sem nú þegar hafa öll borið forsetatitilinn.

En ætli okkar kæru ráðamenn séu meðvitaðir um hversu margt ungt fólk sér fyrir sér framtíðina annars staðar?  

Jákvæðni er ríkjandi í Atvinnulífinu á Vísi. Sem þó andvarpar stundum og spyr: Úff, hvernig er það með sum mál; munu þau aldrei breytast?

Gagnrýni viðmælenda á liðnu ári beindist í öllum tilfellum að málum sem vinnumarkaðurinn hefur rætt um sem vandamál í mörg ár nú þegar. Jafnvel áratugi.

Enn ekki skánar það. Því í einhverjum tilfellum hafa viðmælendur sagt frá enn verri sögum eftir að viðtölin voru birt.

Viðtöl sem vekja alltaf athygli eru viðtöl við fólk sem þorir að fylgja öðru en straumnum. Vera öðruvísi, gera öðruvísi, hugsa öðruvísi.

Dæmi um þetta eru tjaldútilegur allan ársins hring eða að þora að tala um hvernig okkur líður, þegar við tökumst á við kaflaskil sem lífið færir okkur. 

Kaffispjallið nýtur fádæma vinsælda. Og á sér meira að segja aðdáendur.

Í kaffispjallinu er fólk á léttum nótum, svarar spurningum í einlægni og oft koma þá í ljós í hverju helstu áskorarnirnar okkar felast í raun.

Atvinnulífið þreytist seint - ef nokkurn tíma - á því að ræða mannauðsmálin.

Ekki síst að rýna í það sem koma skal.

Það verður til dæmis forvitnilegt að sjá hvort ný tilskipun ESB leiði til þess að laun verði auglýst?

Ekkert nær þó að toppa hressilega skemmtilega og kraftmikla sögumenn sem þora að tala um vinnuna, lífið og allt þar á milli.

Svona eins og Hermanni Guðmundssyni í Kemi tókst svo vel að gera; viðtal sem var mest lesna viðtalið undir hatti Viðskipta á Vísi árið 2025.

Og nú er spurning hver nær að toppa Hermann í góðu spjalli einhverja helgina árið 2026...?


Tengdar fréttir

Sögurnar í fyrra: Vinnan og lífið

Um helgar segjum við sögur í Atvinnulífinu á Vísi eða höfum gaman af því að kynnast fólki í ólíkum störfum á öðruvísi hátt en hefðbundið er.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×