Viðskipti innlent

Skrifuðu undir samning um heilbrigðistæknisetur

Haraldur Guðmundsson skrifar
Frá vinstri: Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga við Landspítala, Magnús Gottfreðsson, yfirlæknir vísindadeildar Landspítalans, Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, Haraldur Auðunsson, sviðsstjóri heilbrigðissviðs HR og Guðrún A. Sævarsdóttir, forseti tækni- og verkfræðideildar HR.
Frá vinstri: Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga við Landspítala, Magnús Gottfreðsson, yfirlæknir vísindadeildar Landspítalans, Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, Haraldur Auðunsson, sviðsstjóri heilbrigðissviðs HR og Guðrún A. Sævarsdóttir, forseti tækni- og verkfræðideildar HR.
Stjórnendur Landspítalans (LSH) og Háskólans í Reykjavík (HR) undirrituðu í dag samstarfssamning um þjónustu, rannsóknir og kennslu á sviði heilbrigðisverkfræði og stofnun Heilbrigðistækniseturs.

„Setrið er rekið sameiginlega á vegum LSH og HR, og er staðsett í húsnæði HR við Nauthólsvík. Þar verður rekin sú vísinda- og þróunarstarfsemi sem greininni er nauðsynleg og nýtist jafnt deildum LSH og HR. Heilbrigðisverkfræði hefur verið kennd við Tækni- og verkfræðideild HR undanfarin 8 ár og hefur verið óformlegt samstarf milli aðila frá upphafi,” segir í tilkynningu frá Háskólanum í Reykjavík.

Þar segir að HR komi til með að annast menntun háskólanema í heilbrigðisverkfræði og bera faglega ábyrgð á kennslu greinarinnar, auk þess að standa fyrir rannsóknum á sviði heilbrigðisverkfræði. „HR mun taka þátt í þróun á tækni og notkun hennar við lækningar, hjúkrun og aðrar greinar á Landspítala. Þá mun Landspítali koma að verklegu námi nemenda í heilbrigðisverkfræði við HR og leggja til húsnæði og aðstöðu fyrir þá meðan þeir eru í verknámi." 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×