Viðskipti innlent

Plain Vanilla fjölgar starfsmönnum

Samúel Karl Ólason skrifar
Mikið hefur að verið að gera hjá starfsmönnum Plain Vanilla undanfarna daga.
Mikið hefur að verið að gera hjá starfsmönnum Plain Vanilla undanfarna daga. Mynd/Daníel Rúnarsson
Fyrirtækið Plain Vanilla, sem framleiðir QuizUp leikinn, auglýsir í blöðum í dag sjö laus störf. Störfin eru auglýst undir fyrirsögninni: Okkur vantar fleira fólk sem langar að sigra heiminn. Meðal þeirra starfa sem auglýst eru má sjá, spurningahöfundur, samfélagsgúrú, yfirmaður gæðastjórnunar og gagnagreinir.

Leikurinn sem var gefinn út á hádegi á fimmtudag er orðinn vinsælasti spurningaleikurinn í vefverslun Apple í 30 löndum af þeim 131 sem hafa aðgang að því. Að meðaltali hafa 120.000 manns náð í leikinn í síma sína á dag síðan leikurinn, sem er ókeypis, var gefinn út.

Þrátt fyrir að auglýst var eftir störfunum fyrst nú í morgun hefur Plain Vanilla þegar borist nokkrar umsóknir. Fólk er mjög meðvitað um fyrirtækið, enda hefur það hlotið mikla umfjöllun í kjölfar útgáfu QuizUp.

Hér er hægt að sjá frekari upplýsingar og sækja um. Umsóknarfrestur er til 15. nóvember.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×