Viðskipti innlent

Sala Betware stærsta erlenda fjárfesting frá hruni

María Lilja Þrastardóttir skrifar
Fréttablaðið greindi frá því í dag að að 90 prósenta hlutur íslenska hugbúnaðarfyrirtækisins Betware hafi verið seldur austurrísku fyrirtækjasamsteypunni Novomatic. Kaupverðið er á bilinu 2-3 milljarðar sem er stæsta erlenda fjárfesting hér á landi frá hruni.

Stefán Hrafnkelsson er framkvæmdastjóri og fyrrum aðaleigandi fyrirtækisins sem hefur frá árinu 1998 þróað hugbúnað og netlausnir fyrir leikjaiðnaðinn með áherslu á lottó-leiki í gegnum netið.

Nokkuð hefur borið á sölu íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja til erlendra aðila.

Sem dæmi má nefna Hugbúnaðarfyrirtækin Frisk, Clara og PPC.

Í þessu samhengi má einnig nefna fyritækið Plain Vanilla sem hefur hlotið heimsathygli fyrir quizup appið en fyrirtækið hefur fengið fjárfestingu utanfrá sem nemur um 700 milljónum króna.

Stefán segir það sæta furðu að ekki sé betur hlúð að sprotafyrirtækjum af yfirvöldum og segir ákveðna skekkju í því fólgna af ríkisstjórn að ætla að skera niður til nýsköpunar. Allt sem þurfi er örlítil þolinmæði sem muni margfalt borga sig.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×