Fleiri fréttir

Styrmir Bragason: Hef aldrei skilið þessa ákæru gegn mér

Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka, var sýknaður í dag í Exeter-málinu. Hann sagði þegar hann gekk út úr dómsal 201 í Héraðsdómi Reykjavíkur, þar sem dómurinn var kveðinn upp, að hann hefði aldrei skilið hvers vegna hann væri ákærður í málinu, og vonaðist til þess að málinu fari að ljúka sem fyrst, en það hefur verið til meðferðar í dómskerfinu í þrjú og hálft ár.

Viðskipti Seðlabankans virðast hafa skilað árangri

Mikil hækkun hefur orðið á gengi krónunnar nú í morgunsárið, en það sem af er morgni hefur það styrkst um rúmlega 1,7%, sé tekið mið af gengisvísitölu krónunnar sem vegur saman helstu viðskiptamyntir landsins.

Helgi Júlíusson til liðs við Landsbréf

Helgi Júlíusson hefur verið ráðinn sjóðstjóri hjá Landsbréfum hf. og mun hefja störf þann 1.febrúar. Helgi verður sjóðstjóri á sviði sérhæfðra fjárfestinga.

Gríðarlegt inngrip Seðlabankans á gjaldeyrismarkaði

Seðlabankinn er búinn að kaupa krónur fyrir 9 milljónir evra það sem af er degi í þremur viðskiptum. Með þessu er hann að bregðast við veikingu krónunnar það sem af er á árinu. Viðskiptin eru öllu meira en þau voru á gamlársdag, síðast þegar Seðlabankinn greip til svipaðra aðgerða.

Afgangur af vöruskiptum minnkaði um 24 milljarða

Afgangur af vöruskiptum á nýliðnu ári voru 75,5 milljarðar króna. Allt árið voru fluttar út vörur fyrir 631,6 milljarða króna en inn fyrir 556 milljarða króna. Árið 2011 var vöruskiptajöfnuðurinn 99,4 milljarðar. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 23,9 milljörðum króna lakari á nýliðnu ári en árið á undan.

Dómsuppsaga í máli Styrmis í dag

Dómsuppsaga er í dag í máli sérstaks saksóknara gegn Styrmi Þór Bragasyni, fyrrverandi forstjóra MP banka. Styrmir var ákærður fyrir hlutdeild í umboðssvikum og peningaþvætti að auki, í tengslum við hið svokallaða Exeter-mál. Hæstiréttur hefur þegar dæmt Ragnar Z. Guðjónsson, fyrrverandi forstjóra Byrs sparisjóðs, og Jón Þorstein Jónsson, fyrrverandi stjórnarformann Byrs, í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrr þeirra þátt í málinu. Máli Styrmis var vísað aftur í hérað, en hann var líkt og Ragnar og Jón Þorsteinn, sýknaður í héraði í upphafi.

Landsbanki langt á eftir í gengislánum

Íslandsbanki mun á næstu vikum birta endurútreikning um sjö þúsund gengislánasamninga, byggðan á dómi Hæstaréttar, og enn fleiri á næstu mánuðum. Arion banki mun einnig birta endurútreikning nokkur þúsund lána á næstu mánuðum sem og Drómi. Landsbankinn dregur hins vegar lappirnar og þar hafa aðeins nokkur hundruð lán verið reiknuð út, að sögn Helga Hjörvars, formanns efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.

Bjarni Ben: Á ekki von á því að tillögurnar verði samþykktar

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir það ekki vera tímabært að skipta um mynt hér á landi, þ.e. að kasta krónunni og taka upp alþjóðlega mynt. Hann segir brýnna að ná fyrst tökum á ríkisfjármálunum, eyða fjárlagahallanum og koma á meiri stöðugleika í efnahagslífinu. "Ég tel að það sé alveg sjálfsagt mál að ræða um framtíð gjaldmiðilsins, en ég tel það alls ekki tímabært að við Íslendingar hefjum undirbúning að því að skipta um gjaldmiðil [...] Ég tel sjálfur að landsfundur muni ekki samþykkja þessar tillögur, en það er sjálfsagt mál að taka um þetta umræðu.“

Miklar hækkanir í kauphöllinni

Viðskipti með verðbréf í Nasdaq OMX kauphöll Íslands einkenndust af miklum hækkunum í dag. Mest varð hækkunum á bréfum Marels en þau hækkuðu um 2,58 prósent og er gengi bréfa félagsins nú 159. Þá hækkuðu bréf í Icelandair Group um 2,51 prósent og er gengi bréfa félagsins nú 9,82.

Tillaga fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins: Köstum krónunni

Samkvæmt drögum að tillögum um efnahags- og viðskiptamál, fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins, sem fram fer 21. til 24. febrúar, verður afnám gjaldeyrishafta gert að forgangsmáli, og það með upptöku alþjóðlegrar myntar. Einkum er horft til þess að skoða upptöku Bandaríkjadals og Kanadadals, að því er segir í tillögunum, sem birtar voru á vefsvæði Sjálfstæðisflokksins í morgun.

Vínbúðirnar hefja sölu á forboðnum drykkjum

ÁTVR hefur í kjölfar niðurstöðu EFTA dómstólsins í máli fyrirtækisins HOB-vín gegn ÁTVR ákveðið að gefa öllum áfengisheildsölum sem fengið höfðu höfnun á skráningu vörutegunda færi á að skrá þær að nýju og hefja sölu.

Innlán heimilanna lækkuðu um 5 milljarða í desember

Innlán heimilanna hjá innlánsstofnunum lækkuðu um 5,0 milljarða kr. í desember síðastliðnum. Er þetta öllu meiri lækkun í einum mánuði en var annars á síðastliðnu ári, en allt árið í fyrra lækkuðu innlán um 17,7 milljarða kr.

Atvinnuleysið 4,7% á fjórða ársfjórðungi í fyrra

Á fjórða ársfjórðungi síðasta árs voru að meðaltali 8.400 manns án vinnu og í atvinnuleit eða 4,7% vinnuaflsins. Atvinnuleysi mældist 5,4% hjá körlum og 4% hjá konum. Fjöldi starfandi á fjórða ársfjórðungi var 168.400 manns eða 75% af mannfjölda. Hlutfall starfandi karla var 77% og starfandi kvenna 73,1%.

Vodafone fær fljótlega aðgang

Vodafone mun fljótlega geta boðið upp á sjónvarpsútsendingar um ljósnet Símans, í samræmi við úrskurð Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) frá því í desember.

Gjaldþrotum fyrirtækja fækkaði um 30% milli ára

Alls urðu 1.109 fyrirtæki gjaldþrota á síðasta ári. Þetta er 30% fækkun frá árinu á undan að því er segir á vefsíðu Hagstofunnar. Flest gjaldþrot í fyrra voru í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð eða 227 talsins.

Dómur EFTA jákvæður en gjaldeyrishöft valda enn vanda

Fitch lánshæfismatsfyrirtækið segir að dómur EFTA dómstólsins í gær sé jákvæður fyrir lánstraust Íslands en framhald gjaldeyrishafta hafi ennþá neikvæð áhrif á lánstraustið. Þetta kemur fram á vef Fitch í dag.

Verðbólgan óbreytt frá fyrri mánuði

Tólf mánaða verðbólga er 4,2%, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Vísitala neysluverðs í janúar var 403,3 stig og hækkaði um 0,27% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 384,1 stig og hækkaði um 0,21% frá desember.

Ljósnetið á landsbyggðina

Síminn útvíkkar enn þjónustu sína á landsbyggðinni með því að færa 53 nýjum bæjum Ljósnetið á árinu. Í tilkynningu frá Símanum segir að þegar er unnið að því að uppfæra netið á Akranesi, Keflavík og Njarðvík. Ljósnet þýðir meiri hraða, öflugra net og bætta sjónvarpsþjónustu fyrir þúsundir landsmanna.

Niðurstaðan mikilvæg fyrir íslenskt efnahagslíf

Greiningadeild Danske Bank segir að niðurstaðan í Icesave-málinu komi nokkuð á óvart. Flestir sérfræðingar á sviði lögfræði hafi spáð því að Ísland myndi tapa málinu. Þá segir Greiningadeildin að þessi niðurstaða hafi hugsanlega áhrif á milliríkjaviðskipti á bankamarkaði og því ætti að fylgjast með því hvernig Evrópusambandið muni bregðast við niðurstöðunni.

Fríverslunarviðræðum við Kína miðar vel

Sjötta lota fríverslunarviðræðna Íslands og Kína var haldin í vikunni í Peking. Utanríkisráðuneytið segir að umtalsverður árangur hafi náðst í öllum málaflokkum og urðu samningsaðilar ásáttir um að halda áfram vinnunni með það að takmarki að ljúka samningum sem fyrst.

Tekjur Man. Utd og Haga svipaðar

Endurskoðunarfyrirtækið Deloitte birti á fimmtudag árlega skýrslu sína um tekjur stærstu knattspyrnuliða heims. Spænsku risarnir Real Madrid og Barcelona tróna á toppi tekjulistans fjórða árið í röð en tekjur knattspyrnurisanna eru svipaðar tekjum íslensk

Höfuðstöðvar Orkuveitunnar seldar á 5,1 milljarð

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í dag kauptilboð í höfuðstöðvar fyrirtækisins að Bæjarhálsi 1 og Réttarhálsi 1 í Reykjavík. Höfuðstöðvarnar voru seldar á 5,1 milljarð króna, og verður hagnaður OR, um 600 milljónir króna.

DV greiðir skattaskuld

Nýr hluthafi mun koma inn í hóp eigenda útgáfufélags DV og nokkrir þeirra sem þegar eru á meðal eigenda munu auka við hlutafé sitt. Hlutafjáraukningu er að ljúka. "Það verður stjórnarfundur eftir hálfan mánuð þar sem gengið verður endanlega frá þessu," segir Ólafur Magnússon, stjórnarformaður útgáfufélagsins, í samtali við Vísi. Hann vill ekki segja hver nýi hluthafinn er. "Ég ætla ekki að gera það fyrr en ég er búinn að funda með starfsmönnum," segir hann.

Dráttarvextir verða óbreyttir

Dráttarvextir haldast óbreyttir og verða áfram 13,00% fyrir febrúarmánuð. Þetta kemur fram á vefsíðu Seðlabankans.

Lífeyrissjóðir munu eignast Skipti

Skipti, móðurfélag Símans, Skjásins og Mílu, er komið í fjárhagslega endurskipulagningu. Breyta á kröfum skuldabréfaeigenda í hlutafé. Þeir munu þynna núverandi eiganda að mestu út. Skipti skilaði góðum rekstrarhagnaði í fyrra en tapaði samt yfir tveimur

Stærsta mál sérstaks saksóknara til þessa

Gögn sérstaks saksóknara í al-Thani málinu telja um 7000 blaðsíður, segir Björn Þorvaldsson, saksóknari hjá sérstökum saksóknara, í samtali við Vísi. Aðspurður segir hann líklegt að þetta sé umfangsmesta mál sem sérstakur saksóknari hefur ákært í þegar horft er til skjalafjölda.

VÍS í söluferli

Klakki ehf., eigandi Vátryggingafélags Íslands hf. (VÍS), hefur hafið undirbúning að sölu á VÍS og er stefnt að því að nýir eigendur geti komið að félaginu nú á vormánuðum.

Óttast að það sé ekki vilji til að afnema höftin

Vilmundur Jósefsson hyggst ekki gefa kost á sér sem formaður Samtaka atvinnulífsins á ársfundinum 6. mars næstkomandi. Hann segir afar brýnt að koma fjárfestingu af stað í atvinnulífinu og óttast að fjármagnshöft verði fyrir hendi hér á landi í mörg ár til viðbótar, ef ekki verði gripið til róttækra aðgerða.

Segja ekkert óeðlilegt við verðlagningu Samherja

Sérfræðingar frá endurskoðunarstofunni Baker Tilly í Bretlandi hafa komist að þeirri niðurstöðu að ekkert hafi verið athugavert við verðlagningu á sölu afurða Samherja til skyldra aðila. Vegna ásakana Seðlabanka Íslands um undirverðlagningu á sölu afurða Samherja til skyldra aðila lét Seagold Ltd, dótturfélag Samherja í Bretlandi, gera óháða greiningu og úttekt á rekstri fyrirtækisins.

Björgólfur Jóhannsson gefur kost á sér sem formaður SA

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, hefur ákveðið að gefa kost á sér í embætti formanns Samtaka atvinnulífsins en nýr formaður verður valinn í aðdraganda aðalfundar SA þann þann 6. mars næstkomandi með rafrænni kosningu.

Gamli Landsbankinn heitir núna LBI

Þrotabú gamla Landsbankans, eða Landsbanki Íslands hf, hefur fengið nýtt nafn og heitir nú LBI hf. Nafnabreytingin var gerð vegna fyrirmæla Fjármálaeftirlitsins sem taldi að óheimilt væri að hafa orðið banki í heiti fjármálafyrirtækis í slitameðferð með takmarkað starfsleyfi, að því er fram kemur í tilkynningu. Nafnabreyting hefur hvorki áhrif á lagalega stöðu félagsins né starfsemi. Forsvarsmenn þrotabúsins segja að nöfnum nýja Landsbankans og þrotabúsins hafi margoft verið ruglað saman í opinberri umræðu.

Kaupstefna opnar dyr fyrir íslenska hönnuði erlendis

Erlend hönnunarfyrirtæki eru í vaxandi mæli farin að horfa til Íslands. Stórt norrænt húsgagnahönnunarfyrirtæki er meðal þeirra fyrirtækja sem boðað hafa komu sína á kaupstefnu í tengslum við HönnunarMars, þar sem íslenskum hönnuðum gefst kostur á að kynna vörur sínar fyrir þekktum norrænum hönnuðum.

Kröfu verjenda í Aurum-máli hafnað

Kröfu verjenda í svokölluðu Aurum máli, annars vegar um að hafna framlagningu rannsóknarskýrslu og hins vegar kröfu verjanda Lárusar Welding um frestun ákæru var hafnað í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Spá verðhjöðnun í janúar

Greiningardeild Arion banka spáir 0,10% lækkun á vísitölu neysluverðs í janúar og að ársverðbólga verði 3,8% samanborið við 4,2% í desember. Útsöluáhrif koma jafnan sterk fram í janúar en á móti þeim áhrifum eru hins vegar almennar gjaldskrárhækkanir.

Skiptir hönnun máli? Fyrirlestur í Hafnarhúsinu

Hvað þarf til þess að vera skapandi og hvernig fara sköpunargáfa og notagildi saman? Þessum spurningum verður leitast við að svara í fyrirlestri í Hafnarhúsinu á fimmtudagskvöldið kl. 20.

Sjá næstu 50 fréttir