Fleiri fréttir

Verulega dregur úr þorskeldi í Ísafjarðardjúpi

Stjórnendur Hraðfrystihússins Gunnvarar í Hnífsdal við Ísafjarðardjúp hafa dregið stórlega úr þorskeldi og eru alveg hættir seiðaframleiðslu og stendur seiðaeldisstöðin á Nauteyri nú tóm.

Leiguverð fer lækkandi í borginni

Leiguverð fer nú lækkandi í höfuðborginni. Vísitala leiguverðs á í borginni lækkaði um 0,8% í desember frá fyrra mánuði. Þetta kemur fram á vefsíðu Þjóðskrár Íslands.

Gengi Haga féll skarpt eftir uppgjör

Hagar högnuðust um 509 milljónir króna á síðasta ársfjórðungi rekstrarárs. Afkoman var samt sem áður langt undir afkomuspám IFS og Íslandsbanka. Rauður dagur í Kauphöllinni í gær eftir miklar hækkanir.

Steingrímur harmar óbilgirni ESB og Norðmanna

Evrópusambandið og Noregur krefjast 90% hlutdeildar í makrílkvótanum sem veiddur verður á þessu ári og að Ísland, Færeyjar og Rússar fái einungis 10% samtals Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, lýsti vonbrigðum með þessa ákvörðun Evrópusambandsins og Norðmanna í yfirlýsingu sem gefin var út í dag.

Hagnaður Haga nam 2 milljörðum króna

Hagnaður Haga, eftir skatta, á fyrstu níu mánuðum rekstrarársins 2012-2013 nam 2 milljörðum króna eða 3,9% af veltu fyrirtækisins. Hagnaður tímabilsins fyrir skatta nam 2.612 milljónum króna, samanborið við 1.867 milljónum króna árið áður. Árshlutareikningur var samþykktur af stjórn og forstjóra félagsins á stjórnarfundi þann 18. janúar 2013.

Ekki tókst að selja hlutaféið í Bláfugli

Ekki tókst að selja hlutafé flugfélagsins Bláfugl þar sem hæstbjóðenda tókst ekki að ljúka við fjármögnun sinni á kaupunum. Bláfugl er þó enn til sölu.

Byggingarkostnaður hækkaði um 0,2%

Vísitala byggingarkostnaðar reiknuð um miðjan janúar er 116,0 stig sem er hækkun um 0,2% frá fyrri mánuði. Verð á innfluttu efni hækkaði um 0,3% og verð á innlendu efni hækkaði um 0,3%, að því er segir á vefsíðu Hagstofunnar.

Iceland á Íslandi innkallar hamborgara frá Bretlandi

Verslanir Iceland hér á landi hafa í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur innkallað frosna hamborgara frá Iceland verslunarkeðjunni í Bretlandi, sem hafa verið í sölu í verslunum félagsins.

Bakslag komið í efnahagsbatann á Íslandi

Greining Arion banka segir að nú hrannist upp vísbendingar þess efnis að hægja sé á efnahagsbatanum á Íslandi. Tölur um minnkandi einkaneyslu bendi til samdráttar í hagvextinum.

Hverjir sköruðu fram úr á vefnum árið 2012?

Lesendum Vísis gefst nú kostur á að velja það sem hefur vakið athygli þeirra og aðdáun á vafri þeirra um vefheima síðustu misseri. Fram til 24. janúar verður opið fyrir tilnefningar almennings til Nexpo-vefverðlaunanna á slóðinni visir.is/nexpo. Allir áhugamenn um netið á Íslandi eru hvattir til að láta í sér heyra en tilnefningarnar eru öllum opnar.

Nýr dómur Hæstaréttar hefur áhrif á 1000 lánasamninga

Hæstiréttur komst í dag að þeirri niðurstöðu að lánasamningur sem fyrirtækið Umbúðamiðlun ehf. gerði við Íslandsbanka hefði verið í íslenskum krónum og bundinn við gengi erlendra mynta með ólögmætum hætti.

Selur 51% í Iceland

Jóhannes Jónsson hefur selt 51 prósent hlut sinn í fyrirtækinu Ísland-Verslun hf. sem á og rekur matvöruverslanir Iceland hér á landi. Kaupandinn er félag í eigu Árna Péturs Jónssonar en annað félag í hans eigu á hundrað prósent hlut í 10-11.

Íslandsbanki sagði innistæðu fyrir hækkunum en seldi sjálfur

Sérfræðingar Íslandsbanka sögðu á lokuðum kynningafundi markaðssviðs bankans í síðustu viku, að innistæða væri fyrir hækkun hlutabréfa í íslensku kauphöllinni á næstu misserum, og þá m.a. Icelandair Group. Einnig voru nefnd félögin Hagar og Eimskipafélag Íslands. Bankinn seldi í gær bréf í Icelandair fyrir tæplega milljarð, en fjármálastjórinn, Jón Guðni Ómarsson, segir að ekki hafi verið um hagsmunaárekstra að ræða.

Verðmæti kjölfestuhlutar í Högum hefur hækkað um sex milljarða

Ríflega sex hundruð milljóna króna viðskipti hafa verið með bréf í Högum í morgun. Þar af voru 24 milljónir bréfa seld á genginu 24,98. Þegar Hagar fóru á markað var útboðsgengið 11 - 13,5 á hlut en áður hafði kjölfestuhlutur verði seldur á genginu 10. Það er því ljóst að verðmæti félagsins hefur næstum tvöfaldast í verði frá því að það var sett á markað.

Hætta á bólumyndun á hlutabréfamarkaði

Gengi hlutabréfavísitölunnar mun hækka um 14 prósent á árinu 2013, fjögur ný félög verða skráð á markað og töluverð hætta er á verðbólu á hlutabréfamarkaði. Þetta eru helstu niðurstöður í spá greiningardeildar Íslandsbanka sem kynnt var í síðustu viku. Strax í kjölfar kynningarinnar jukust viðskipti á hlutabréfamarkaði umtalsvert.

Davíð Oddsson segir auðlegðarskattinn brjóta gegn stjórnarskrá

Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og seðlabankastjóri, segir að auðlegðarskatturinn sé eignarupptökuskattur og stangist því á við eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Þetta sagði Davíð í samtali við Björn Bjarnason á ÍNN í kvöld. "Það var lagður á sértakur auðlegðarskattur. Sá skattur er eignarupptökuskattur því menn verða að losa um eignir til þess geta staðið skil á honum,“ sagði Davíð

Seldu í Icelandair fyrir milljarð

Íslandsbanki seldi í dag 100 milljón hluti í Icelandair. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum til Kauphallar Íslands. Miðað við gengi bréfa við lokun markaðarins í dag er markaðsvirði hlutarins sem seldur var um 980 milljónir króna. Eftir söluna er heildareignarhlutur Íslandsbanka í Icelandair Group um 7,46%.

Veiking krónunnar þrátt fyrir höft „alvarleg“

Miklir hagsmunir eru undir ef krónan heldur áfram að veikjast, eins og hún hefur gert að undanförnu. Stjórnarformaður Orkuveitunnar segir afar óheppilegt að búa við þann óstöðugleika sem einkennir gjaldeyrismarkað hér, þrátt fyrir höft, en Orkuveitan er eitt þeirra fyrirtækja sem á mikið undir því að krónan veikist ekki.

Hlutabréfin hækka og hækka í kauphöllinni

Miklar hækkanir einkenndu viðskipti með hlutabréf í Nasdaq OMX kauphöll Íslands í dag, enn einu sinni á þessu ári. Mest var hækkunin á gengi hlutabréfa Icelandair Group en gengi bréfa félagsins hækkaði um 2,74 prósent og er gengi bréfa félagsins nú 9,75 og hefur ekki verið hærra frá því félagið var endurskráð á markað, á genginu 2,5 árið 2010.

Íbúðalánasjóður á 2200 fasteignir

Íbúðalánasjóður átti 2.228 fasteignir um land allt um áramótin og hefur þeim fjölgað um 35 frá því í lok nóvember. Rétt rúmlega helmingur fasteigna sjóðsins var áður í eigu byggingaraðila, fyrirtækja í leiguíbúðarrekstri eða annarra lögaðila eða samtals 1.145 eignir.

Ferðamannamet í desember, 2012 stærsta ferðamannaárið

Árið 2012 var langstærsta ferðamannaár í sögu landsins, en á árinu í heild fóru 649.900 erlendir ferðamenn frá landinu um Leifsstöð. Jafngildir þetta aukningu upp á 20% á milli ára, eða sem nemur 106.100 erlendum ferðamönnum.

Stöðutaka kostar sjóði tugi milljarða

Lífeyrissjóðirnir hafa samið um uppgjör á gjaldmiðlasamningum sem þeir gerðu við Kaupþing, Glitni og Landsbanka. Viðræður hafa staðið í á fjórða ár. Tapstaðan er yfir 70 milljarðar en tæpur helmingur upphæðarinnar nýtist til skuldajöfnunar.

Jólaverslunin líflegri en 2011

Jólaverslunin var nokkru meiri fyrir nýliðin jól en árið 2011. Þannig vörðu heimili landsins um 6% meira til matarinnkaupa í desember síðastliðnum en í sama mánuði árið áður. Leiðrétt fyrir áhrifum verðbólgu var aukningin 1,1%.

Verulegur samdráttur í útlánum ÍLS í fyrra

Verulegur samdráttur var í útlánum Íbúðalánasjóðs (ÍLS) á síðasta ári miðað við árið á undan. Heildarfjárhæð almennra lána í fyrra nam tæpum 13 milljörðum króna en var 21,5 milljarðar króna á árinu 2011. Þetta er samdráttur upp á rúm 40% milli ára.

Hefur ávaxtað spilapeningana um 172 prósent

Sá sem er bestri ávöxtun hefur náð á eignasafn sitt í Ávöxtunarleiknum, sem hóf göngu sína 1. október í fyrra, er Stefán Jónsson, en hann hefur ávaxtað spilapeninga sína um 172 prósent frá upphafi leiksins.

Atvinnuleysið var 5,7%

Atvinnuleysi í desember var 5,7%, samkvæmt tölum á vef Vinnumálastofnunar. Að meðaltali voru 8.958 atvinnulausir og fjölgaði atvinnulausum um 396 að meðaltali frá nóvember eða um 0,3 prósentustig. Að meðaltali var skráð atvinnuleysi á nýliðnu ári 5,8%.

Fréttaskýring: Ríflega 443 milljóna tap af fjölmiðlarekstri

Rekstur helstu fjölmiðlafyrirtækja landsins gekk upp og ofan á árinu 2011, samkvæmt ársreikningum sem skilað hefur verið til Ársreikningaskrár. Rekstrartölur fjölmiðlafyrirtækja fyrir árið í fyrra liggja ekki fyrir, nema hjá RÚV, þar sem birtar hafa verið rekstrartölur fyrir rekstrarárið 1. september 2011 til 31. ágúst 2012. Síðasta fyrirtækið til þess að skila inn ársreikningi fyrir árið 2011 var Vefpressan sem skilaði ársreikningi fyrir það ár til Ársreikningaskrár 7. janúar sl.

Upp og niður það sem af er degi

Gengi hlutabréfa hlutabréfa í Nasdaq OMX kauphöll Íslands hefur ýmist lækkað eða hækkað í dag. Mesta hækkunin hefur verið á gengi bréfa Marels, eða um 1,32 prósent og er gengi bréfa félagsins nú 154.

Borgar sig ekki að kaupa ýsukvóta

Leiguverð á ýsukvóta er komið upp í 315 krónur kílóið, sem er lang hæsta leiguverð á nokkurri fisktegund til þessa og langt yfir því sem fæst fyrir ýsuna á fiskmarkaði.

Vodafone semur við Farice til þriggja ára

Fjarskipti hf, það er Vodafone, hefur gert nýjan þriggja ára samning við Farice ehf um fjarskiptasamband við útlönd. Farice sagði upp eldri samningi 29.júní í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Ætla að efla fjármálalæsi í grunn- og framhaldsskólum

Unnið er með markvissum hætti að eflingu fjármálalæsis í grunn– og framhaldsskólum, að því er segir í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu og Samtökum fjármálafyrirtækja, en í gær undirrituðu Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, og Höskuldur Ólafsson ,formaður Samtaka fjármálafyrirtækja, samning um átak og aðgerðir til að efla fjármálalæsi í grunn- og framhaldsskólum.

Sjá næstu 50 fréttir