Viðskipti innlent

Viðskipti Seðlabankans virðast hafa skilað árangri

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Már Guðmundsson seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri.
Mikil hækkun hefur orðið á gengi krónunnar nú í morgunsárið, en það sem af er morgni hefur það styrkst um rúmlega 1,7%, sé tekið mið af gengisvísitölu krónunnar sem vegur saman helstu viðskiptamyntir landsins.

Greining Íslandsbanka segir að svo mikil hreyfing á einum viðskiptadegi hafi ekki verið í þessa átt síðan seint í ágúst árið 2009, þ.e. að því gefnu að styrkingin gangi ekki til baka síðar í dag. Greining Íslandsbanka segir að þessa styrkingu megi líklega rekja til inngrips af hálfu Seðlabanka Íslands nú í morgun, en Vísir greindi frá því í dag að bankinn seldi 9 milljónir evra á millibankamarkaði í þremur viðskiptum. Þá telur Greining Íslandsbanka líklegt að fleiri seljendur hafi slegist í hópinn á markaði, en til samanburðar styrktist krónan um 0,5% við 6 milljóna evra inngrip Seðlabankans í lok síðasta árs.

Greining Íslandsbanka segir að eins og staðan hafi verið klukkan hálftólf í morgun hafi veiking krónu í janúar að fullu gengið til baka, og er gengi hennar að jafnað svipað og í fyrstu viku janúarmánaðar.




Tengdar fréttir

Gríðarlegt inngrip Seðlabankans á gjaldeyrismarkaði

Seðlabankinn er búinn að kaupa krónur fyrir 9 milljónir evra það sem af er degi í þremur viðskiptum. Með þessu er hann að bregðast við veikingu krónunnar það sem af er á árinu. Viðskiptin eru öllu meira en þau voru á gamlársdag, síðast þegar Seðlabankinn greip til svipaðra aðgerða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×