Viðskipti innlent

Gjaldþrotum fyrirtækja fækkaði um 30% milli ára

Alls urðu 1.109 fyrirtæki gjaldþrota á síðasta ári. Þetta er 30% fækkun frá árinu á undan að því er segir á vefsíðu Hagstofunnar. Flest gjaldþrot í fyrra voru í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð eða 227 talsins.

Alls voru 1.752 hlutafélög og einkahlutafélög nýskráð í fyrra en það er tæplega 3% aukning frá árinu áður þegar 1.700 fyrirtæki voru skráð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×