Viðskipti innlent

Nýherji skilaði 111 milljóna hagnaði í fyrra

Heildarhagnaður af rekstri Nýherja í fyrra nam 111 milljónum króna. Nýherji er móðurfélag TM Software og Dansupport sem skiluðu ágætri afkomu.

Þórður Sverrisson, forstjóri Nýherja segir í tilkynningu um uppgjörið að tekjur af sölu eigin hugbúnaðar hafi numið um 750 milljóna króna en sala á Tempo hugbúnaði, sem TM Software hefur þróað og seldur er á erlendum mörkuðum vegi þyngst í afkomu fyrirtækisins.

Tap var þó af rekstri Applicon fyrirtækjanna á árinu sem einkum má rekja til kostnaðarsamrar uppsetningar sem Applicon í Svíþjóð hefur unnið að fyrir sænskan banka.

Applicon í Danmörku var rekið með halla framan af ári en skilaði hagnaði á síðasta ársfjórðungi.

Þórður segir að stjórnendur vænti þess að eftirspurn eftir SAP lausnum aukist á næstu misserum og styrkist þá einnig rekstur Applicon félaganna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×