Bjarni Ben: Á ekki von á því að tillögurnar verði samþykktar Magnús Halldórsson skrifar 30. janúar 2013 22:08 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir það ekki vera tímabært að skipta um mynt hér á landi, þ.e. að kasta krónunni og taka upp alþjóðlega mynt. Hann segir brýnna að ná fyrst tökum á ríkisfjármálunum, eyða fjárlagahallanum og koma á meiri stöðugleika í efnahagslífinu. „Ég tel að það sé alveg sjálfsagt mál að ræða um framtíð gjaldmiðilsins, en ég tel það alls ekki tímabært að við Íslendingar hefjum undirbúning að því að skipta um gjaldmiðil [...] Ég tel sjálfur að landsfundur muni ekki samþykkja þessar tillögur, en það er sjálfsagt mál að taka um þetta umræðu." Samkvæmt drögum að tillögum um efnahags- og viðskiptamál, fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins, sem fram fer 21. til 24. febrúar, verður afnám gjaldeyrishafta gert að forgangsmáli, og það með upptöku alþjóðlegrar myntar, og þar með yrði krónan aflögð, henni kastað eins og það er stundum nefnt. Einkum er horft til þess að skoða upptöku Bandaríkjadals og Kanadadals, að því er segir í tillögunum, sem birtar voru á vefsvæði Sjálfstæðisflokksins í morgun. Orðrétt segir í tillögunum: „Íslenska krónan í höftum getur ekki verið framatíðargjaldmiðill þjóðarinnar ef stefnt er að því að Íslendingar eigi kost á því að taka þátt í alþjóðlegri samkeppni og afla þjóðinni tekna áalheimsmarkaði. Nú, fimm árum eftir að gjaldeyrishöft voru sett á „til bráðabirgða" og engin trúverðug lausn hefur verið sett fram um afnám þeirra, er nauðsynlegt að Sjálfstæðisflokkurinn taki forystu um að kannaðir verði til þrautar allir möguleikar fyrir Ísland í gjaldeyrismálum. Landsfundur telur að Sjálfstæðisflokknum beri skylda til þess að setja afnám gjaldeyrishafta efst á forgangslista komist hann í ríkisstjórn. Til þess að svo megi vera telur landsfundur rétt að hafist verði handa við undirbúning um að taka í notkun alþjóðlega mynt á Íslandi í stað íslensku krónunnar. Alþjóðlegar myntir sem til greina gætu komið fyrir Ísland eru meðal annars Bandaríkjadalur, evra, Sterlingspund, norsk króna og Kanadadollar. Landsfundur telur eðlilegt að Sjálfstæðisflokkurinn kanni sérstaklega þau kjör og valkosti sem bjóðast við upptöku Kanadadollars og Bandaríkjadals." Þá kemur einnig fram listi yfir mál sem ættu að vera forgangsmál Sjálfstæðisflokksins í næstu kosningum í apríl nk., í ríkisstjórn ef Sjálfstæðisflokkurinn mun eiga aðild að henni. Sá listi er eftirfarandi: „1. Að stuðla að því að Íslendingar eigi greiðan aðgang að alþjóðlegum markaði. 2. Að stuðla að efnahagslegum stöðugleika. 3. Að hemja útgjöld ríkisins, lækka skatta og endurskoða bótakerfi. 4. Að draga mjög úr vægi verðtryggingar. 5. Að koma til móts við þau heimili sem eignuðust húsnæði á árunum 2006-2008 með raunhæfum kostum til skuldalækkunar. 6. Að stuðla að því að neytendur á Íslandi njóti góðs af alþjóðlegri samkeppni. 7. Að skapa skynsamlegra umhverfi um rekstur fjármálastofnana. 8. Að ljúka skiptum á þrotabúum föllnu bankanna á sanngjarnan hátt en gæta hagsmuna Íslands í hvívetna. 9. Að líta til fleiri kosta en stóriðju um nýtingu á orkuauðlindinni og selja hluta af Landsvirkjun. 10. Að verja eignarréttinn, grundvöll verðmætasköpunar." Sjá má drög að tillögum um efnahag- og viðskiptamál fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins hér. Kosningar 2013 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir það ekki vera tímabært að skipta um mynt hér á landi, þ.e. að kasta krónunni og taka upp alþjóðlega mynt. Hann segir brýnna að ná fyrst tökum á ríkisfjármálunum, eyða fjárlagahallanum og koma á meiri stöðugleika í efnahagslífinu. „Ég tel að það sé alveg sjálfsagt mál að ræða um framtíð gjaldmiðilsins, en ég tel það alls ekki tímabært að við Íslendingar hefjum undirbúning að því að skipta um gjaldmiðil [...] Ég tel sjálfur að landsfundur muni ekki samþykkja þessar tillögur, en það er sjálfsagt mál að taka um þetta umræðu." Samkvæmt drögum að tillögum um efnahags- og viðskiptamál, fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins, sem fram fer 21. til 24. febrúar, verður afnám gjaldeyrishafta gert að forgangsmáli, og það með upptöku alþjóðlegrar myntar, og þar með yrði krónan aflögð, henni kastað eins og það er stundum nefnt. Einkum er horft til þess að skoða upptöku Bandaríkjadals og Kanadadals, að því er segir í tillögunum, sem birtar voru á vefsvæði Sjálfstæðisflokksins í morgun. Orðrétt segir í tillögunum: „Íslenska krónan í höftum getur ekki verið framatíðargjaldmiðill þjóðarinnar ef stefnt er að því að Íslendingar eigi kost á því að taka þátt í alþjóðlegri samkeppni og afla þjóðinni tekna áalheimsmarkaði. Nú, fimm árum eftir að gjaldeyrishöft voru sett á „til bráðabirgða" og engin trúverðug lausn hefur verið sett fram um afnám þeirra, er nauðsynlegt að Sjálfstæðisflokkurinn taki forystu um að kannaðir verði til þrautar allir möguleikar fyrir Ísland í gjaldeyrismálum. Landsfundur telur að Sjálfstæðisflokknum beri skylda til þess að setja afnám gjaldeyrishafta efst á forgangslista komist hann í ríkisstjórn. Til þess að svo megi vera telur landsfundur rétt að hafist verði handa við undirbúning um að taka í notkun alþjóðlega mynt á Íslandi í stað íslensku krónunnar. Alþjóðlegar myntir sem til greina gætu komið fyrir Ísland eru meðal annars Bandaríkjadalur, evra, Sterlingspund, norsk króna og Kanadadollar. Landsfundur telur eðlilegt að Sjálfstæðisflokkurinn kanni sérstaklega þau kjör og valkosti sem bjóðast við upptöku Kanadadollars og Bandaríkjadals." Þá kemur einnig fram listi yfir mál sem ættu að vera forgangsmál Sjálfstæðisflokksins í næstu kosningum í apríl nk., í ríkisstjórn ef Sjálfstæðisflokkurinn mun eiga aðild að henni. Sá listi er eftirfarandi: „1. Að stuðla að því að Íslendingar eigi greiðan aðgang að alþjóðlegum markaði. 2. Að stuðla að efnahagslegum stöðugleika. 3. Að hemja útgjöld ríkisins, lækka skatta og endurskoða bótakerfi. 4. Að draga mjög úr vægi verðtryggingar. 5. Að koma til móts við þau heimili sem eignuðust húsnæði á árunum 2006-2008 með raunhæfum kostum til skuldalækkunar. 6. Að stuðla að því að neytendur á Íslandi njóti góðs af alþjóðlegri samkeppni. 7. Að skapa skynsamlegra umhverfi um rekstur fjármálastofnana. 8. Að ljúka skiptum á þrotabúum föllnu bankanna á sanngjarnan hátt en gæta hagsmuna Íslands í hvívetna. 9. Að líta til fleiri kosta en stóriðju um nýtingu á orkuauðlindinni og selja hluta af Landsvirkjun. 10. Að verja eignarréttinn, grundvöll verðmætasköpunar." Sjá má drög að tillögum um efnahag- og viðskiptamál fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins hér.
Kosningar 2013 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Sjá meira