Viðskipti innlent

Lítil breyting á gengi krónunnar í janúar

Lítil breyting hefur orðið á gengi krónunnar það sem af er þessum mánuði ársins eftir umtalsverða veikingu á genginu undir lok síðasta árs.

Þó hefur sú litla hreyfing sem hefur átt sér stað verið til frekari veikingar, að því er segir í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka eða um 0,4%.

Þetta er þó afar lítil hreyfing í ljósi þess að gengi krónunnar veiktist um 3,5% mánuðinn á undan, þar af um 2% á síðustu fimm viðskiptadögum ársins.

Virðist sem það jafnvægi sem var milli innflæðis og útflæðis gjaldeyris frá nóvemberbyrjun fram í miðjan desember á síðasta ári sé nú aftur til staðar að mestu, að því er segir í Morgunkorninu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×