Viðskipti innlent

Verðbólgan óbreytt frá fyrri mánuði

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Tólf mánaða verðbólga er 4,2% og er hún því óbreytt frá fyrri mánuði, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Vísitala neysluverðs í janúar var 403,3 stig og hækkaði um 0,27% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 384,1 stig og hækkaði um 0,21% frá desember.

Hagstofan bendir á að víða séu vetrarútsölur og verð hafi lækkað á fötum og skóm um 14,1% og eins lækkaði verð á húsgögnum og heimilisbúnaði um 2,4%.

Verð á tóbaki hækkaði um 17,9%. Verð á opinberri þjónustu hækkaði um 2,6%. Þar af hækkuðu gjöld fyrir sorphirðu, fráveitu og vatn um 7,3%. Verð á nýjum bílum hækkaði um 2,9%, verð á dagvörum um 0,9% og flugfargjöld um 6,6%. Verð útgjaldaliðarins íþróttir, fjölmiðlun og happdrætti hækkaði um 3,2%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×