Viðskipti innlent

Bjartsýni eykst í upphafi ársins

Væntingavísitala Capacent Gallup sýnir að Íslendingar eru bjartsýnir í upphafi ársins.

Í umfjöllun greiningar Íslandsbanka um vísitöluna segir að hún sýni að skammdegisdrunginn sem hefur dokað yfir landanum undanfarna þrjá mánuði er á undanhaldi, en væntingavísitalan fyrir janúar hækkar um 12,3 stig frá fyrri mánuði og mælist vísitalan nú 81,7 stig.

Þá eru Íslendingar talsvert bjartsýnni í upphafi þessa árs heldur en á sama tíma í fyrra, en vísitalan er nú 6,7 stigum hærri en í upphafi ársins í fyrra






Fleiri fréttir

Sjá meira


×