Viðskipti innlent

Helgi Júlíusson til liðs við Landsbréf

Magnús Halldórsson skrifar
Helgi Júlíusson, sjóðsstjóri hjá Landsbréfum.
Helgi Júlíusson, sjóðsstjóri hjá Landsbréfum.
Helgi Júlíusson hefur verið ráðinn sjóðstjóri hjá Landsbréfum hf. og mun hefja störf þann 1.febrúar. Helgi verður sjóðstjóri á sviði sérhæfðra fjárfestinga.

Helgi hefur víðtæka stjórnunarreynslu og umtalsverða reynslu af störfum á fjármálamörkuðum, að því er segir í tilkynningu frá Landsbréfum. Á árunum 2008-2011 starfaði hann sem fjármálastjóri og síðar sem forstjóri Pennans, en árin 2007-2008 sem fjármálastjóri Eimskips á Íslandi. Á árunum 2003-2007 gegndi Helgi starfi verkefnastjóra í fyrirtækjaráðgjöf Kaupþings hf. og þar áður sinnti hann ýmsum stjórnunarstöðum hjá Samskipum í fimm ár.

Helgi er með MBA gráðu frá Cranfield School of Management og með M.Sc. gráðu í rekstrarverkfræði frá DTU í Kaupmannahöfn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×