Viðskipti innlent

Afgangur af vöruskiptum minnkaði um 24 milljarða

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Afgangur af vöruskiptum á nýliðnu ári voru 75,5 milljarðar króna. Allt árið voru fluttar út vörur fyrir 631,6 milljarða króna en inn fyrir 556 milljarða króna. Árið 2011 var vöruskiptajöfnuðurinn 99,4 milljarðar. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 23,9 milljörðum króna lakari á nýliðnu ári en árið á undan.

Á nýliðnu ári voru iðnaðarvörur voru 52,4% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 3,7% minna en á sama tíma árið áður. Sjávarafurðir voru 42,5% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 4,3% meira en á sama tíma árið áður. Mest aukning varð í útflutningi sjávarafurða, aðallega á ferskum fiski. Á móti kom samdráttur í verðmæti útflutnings iðnaðarvara, aðallega áls og álafurða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×