Viðskipti innlent

Styrmir Bragason: Hef aldrei skilið þessa ákæru gegn mér

Magnús Halldórsson skrifar
Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka, var sýknaður í dag í Exeter-málinu. Hann sagði þegar hann gekk út úr dómsal 201 í Héraðsdómi Reykjavíkur, þar sem dómurinn var kveðinn upp, að hann hefði aldrei skilið hvers vegna hann væri ákærður í málinu, og vonaðist til þess að málinu fari að ljúka sem fyrst, en það hefur verið til meðferðar í dómskerfinu í þrjú og hálft ár.

Hæstiréttur hefur þegar dæmt þá Ragnar Z. Guðjónsson, fyrrverandi forstjóra Byrs sparisjóðs, og Jón Þorstein Jónsson, fyrrverandi stjórnarformann Byrs, í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir umboðssvik, en þeir afplána nú dóm sinn í fangelsinu á Kvíabryggju.

Málið snérist um ríflega milljarðs króna lánveitingar Byrs til kaupa á stofnfjárbréfum sem voru m.a. í eigu Jóns Þorsteins, félags Ragnars og síðan MP banka, haustið 2008.

Styrmir var ákærður fyrir hlutdeild í umboðssvikum, og peningaþvætti að auki. Saksóknari í málinu fór fram á þriggja til fjögurra fangelsi yfir Styrmi, í málflutningi, við seinni aðalmeðferð málsins.

Sjá má myndbandsinnslag með fyrstu viðbrögðum Styrmis, hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×