Viðskipti innlent

Fríverslunarviðræðum við Kína miðar vel

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Íslendingar geta brátt átt meiri viðskipti við Kína.
Íslendingar geta brátt átt meiri viðskipti við Kína. Mynd/ Getty.
Sjötta lota fríverslunarviðræðna Íslands og Kína var haldin í vikunni í Peking. Utanríkisráðuneytið segir að umtalsverður árangur hafi náðst í öllum málaflokkum og urðu samningsaðilar ásáttir um að halda áfram vinnunni með það að takmarki að ljúka samningum sem fyrst.

Fríverslunarsamningur ríkjanna mun greiða leið fyrir tvíhliða viðskipti og fjárfestingar landanna. Samið er um niðurfellingu tolla, þjónustuviðskipti, upprunareglur, heilbrigðiseftirlit, tæknilegar viðskiptahindranir, lagaleg málefni, vernd hugverka og opinber innkaup.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×