Viðskipti innlent

Niðurstaðan mikilvæg fyrir íslenskt efnahagslíf

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lars Christensen er yfirmaður Greiningadeildar Danske Bank.
Lars Christensen er yfirmaður Greiningadeildar Danske Bank. Mynd/ GVA.
Greiningadeild Danske Bank segir að niðurstaðan í Icesave-málinu komi nokkuð á óvart. Flestir sérfræðingar á sviði lögfræði hafi spáð því að Ísland myndi tapa málinu. Þá segir Greiningadeildin að þessi niðurstaða hafi hugsanlega áhrif á milliríkjaviðskipti á bankamarkaði og því ætti að fylgjast með því hvernig Evrópusambandið muni bregðast við niðurstöðunni.

Þá segir Greiningadeildin að niðurstaðan sé mjög góð fyrir íslenskan efnahag. Í fyrsta lagi vegna þess að ríkissjóður Íslands sleppi við að greiða Bretum og Hollendingum verulegar upphæðir, allt að því 20% af vergri landsframleiðslu. Í öðru lagi minnki óvissan varðandi efnahagslífið á Íslandi og markaði.

„Við höfum um all nokkurt skeið horft björtum augum á íslenskt efnahagslíf og það er enginn vafi á því að þetta muni styðja enn frekar við efnahagsbatann. Sérstaklega þar sem það dregur svo úr óvissunni," segir í greiningunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×