Viðskipti innlent

Dómsuppsaga í máli Styrmis í dag

Magnús Halldórsson skrifar
Styrmir Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka, sést hér með verjanda sínum í dómsal, Ragnari H. Hall hrl.
Styrmir Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka, sést hér með verjanda sínum í dómsal, Ragnari H. Hall hrl.
Dómsuppsaga er í dag í máli sérstaks saksóknara gegn Styrmi Þór Bragasyni, fyrrverandi forstjóra MP banka. Styrmir var ákærður fyrir hlutdeild í umboðssvikum og peningaþvætti að auki, í tengslum við hið svokallaða Exeter-mál. Hæstiréttur hefur þegar dæmt Ragnar Z. Guðjónsson, fyrrverandi forstjóra Byrs sparisjóðs, og Jón Þorstein Jónsson, fyrrverandi stjórnarformann Byrs, í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir þeirra þátt í málinu. Máli Styrmis var vísað aftur í hérað, en hann var líkt og Ragnar og Jón Þorsteinn, sýknaður í héraði í upphafi.

Málið á rætur að rekja til ríflega milljarðs króna lánveitinga Byrs, haustið 2008, til kaupa á stofnfjárbréfum sem m.a. voru í eigu Jóns Þorsteins, félags Ragnars og síðan MP banka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×