Viðskipti innlent

Vínbúðirnar hefja sölu á forboðnum drykkjum

Vínbúðirnar eru byrjaðar að selja síderinn aftur.
Vínbúðirnar eru byrjaðar að selja síderinn aftur.
ÁTVR hefur í kjölfar niðurstöðu EFTA dómstólsins í máli víninnflytjandans HOB-vín gegn ÁTVR ákveðið að gefa öllum áfengisheildsölum sem hafði verið neitað að selja vöru sína í Vínbúðunum færi á að selja þær.

Forsaga málsins er sú að ÁTVR neitaði HOB-vínum að selja Tempt 7 Cider Elderflower & Blueberry og Tempt 9 Cider Strawberry Lime í verslunum sínum. Ástæðan var sú að Vínbúðunum þótti myndir á umbúðum drykkjarins hafa kynferðislegan undirtón og ekki uppfylla velsæmiskröfur. Vínbúðin studdist við lög um áfengissölu þegar þessi ákvörðun var tekin.

EFTA dómstóllinn komst svo að þeirri niðurstöðu að lagaákvæðið sem Vínbúðirnar réttlætu ákvörðun sína á væru andstæð EES reglum. Það er af því tilefni sem ÁTVR mun núna hefja sölu á tveimur síderdrykkjunum tveimur sem tekist var á um.

Í tilkynningu frá Vínbúðunum segir að vörurnar verði til að byrja með seldar í vínbúðunum Heiðrúnu, Kringlunni og Skútuvogi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×