Viðskipti innlent

Dómur EFTA jákvæður en gjaldeyrishöft valda enn vanda

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra fagnaði niðurstöðu EFTA dómstólsins með því að fá sér kökusneið í fjármálaráðuneytinu í gær.
Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra fagnaði niðurstöðu EFTA dómstólsins með því að fá sér kökusneið í fjármálaráðuneytinu í gær. Mynd/ Vilhelm.
Fitch lánshæfismatsfyrirtækið segir að dómur EFTA dómstólsins í gær sé jákvæður fyrir lánstraust Íslands en framhald gjaldeyrishafta hafi ennþá neikvæð áhrif á lánstraustið. Þetta kemur fram á vef Fitch í dag.

Þar kemur fram að dómurinn í gær dragi úr þeim hættum sem steðji að fjármálum íslenska ríkisins. Íslenska ríkið hefði metið það svo að ef málið hefði tapast fyrir EFTA dómstólnum þá hefðu opinbera skuldir aukist um 6,5% af landsframleiðslu en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefði talið að skuldirnar myndu hækka töluvert meira.

Fitch telur að skuldir hins opinbera hafi náð hámarki í lok árs 2011, en þá hafi þær numið um 101% af landsframleiðslu. Skuldir hins opinbera verði komnar niður í 70% árið 2020. Fitch gefur Íslandi einkunnina BB+ með stöðugum horfum.

Það er því ekki að furða þótt Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra og samstarfsfólk hennar í fjármálaráðuneytinu hafi fagnað eftir dómsniðurstöðuna í ráðuneytinu í gær, enda miklu álagi af þeim létt.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×