Viðskipti innlent

Miklar hækkanir í kauphöllinni

Magnús Halldórsson skrifar
Viðskipti með verðbréf í Nasdaq OMX kauphöll Íslands einkenndust af miklum hækkunum í dag. Mest varð hækkunum á bréfum Marels en þau hækkuðu um 2,58 prósent og er gengi bréfa félagsins nú 159. Þá hækkuðu bréf í Icelandair Group um 2,51 prósent og er gengi bréfa félagsins nú 9,82.

Gengi bréfa Eimskipafélags Íslandi hækkaði um 1,37 prósent og er gengi bréfa félagsins nú 259. Önnur félög hækkuðu minna, eða undir eitt prósent.

Sjá má ítarlegar upplýsingar um gang mála á íslenska markaðnum hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×