Viðskipti innlent

Kauphöllin vísaði 21 máli til FME á síðasta ári

Kauphöllin afgreiddi samtals 69 mál á síðasta ári, þar af var 21 máli vísað til Fjármálaeftirlitsins (FME) til frekari skoðunar.

Í yfirliti frá Kauphöllinni segir að af þessum 69 málum afgreiddi Kauphöllin 43 mál vegna gruns um brot á reglum um upplýsingagjöf félaga á markaði (upplýsingarskyldueftirlit), en 26 mál sem lutu að viðskiptum með verðbréf (viðskiptaeftirlit).

Mál vegna gruns um brot á reglum um upplýsingagjöf félaga á markaði voru afgreidd með mismunandi hætti; með athugasemdum (7) og með óopinberri áminningu (1). Þá voru níu mál áframsend til FME.

Tilmælum var beint til útgefanda í sex málum en tuttugu mál voru felld niður. Af þeim málum sem lutu að viðskiptum með verðbréf voru átta mál afgreidd með athugasemd. Tólf mál voru áframsend til FME til frekari skoðunar. Sex mál voru felld niður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×