Viðskipti innlent

Eignir bankakerfisins nálgast 3.000 milljarða markið

Heildareignir innlánsstofnana námu 2.947,5 milljörðum kr. í lok desember s.l. og hækkuðu um 13,8 milljarða kr. í mánuðinum eða um 0,5%.

Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans. Þar segir að af heildareignum námu innlendar eignir 2.572 milljörðum kr. og hækkuðu um 4,6 milljarða kr í mánuðinum eða um 0,2%. Erlendar eignir innlánsstofnana námu 375,4 milljörðum kr. í lok desember og hækkuðu um 9,2 milljarða kr. í mánuðinum eða um 2,5%.

Skuldir innlánsstofnana námu 2.441,7 milljörðum kr. í lok desember og hækkuðu um 1,8 milljarða kr. í mánuðinum. Innlendar skuldir námu 2.320,2 milljörðum kr. og hækkuðu um 8 milljarða kr. eða um 0,4%. Erlendar skuldir innlánsstofnan námu 121,5 milljörðum kr. í desember og lækkuðu um 6,3 milljarða kr. eða 4,9%

Eigið fé innlánsstofnana nam 505,7 milljörðum kr. í lok desember og hækkaði um tæpa 11,9 milljarða kr. í desember eða um 2,4%.

Í hagtölunum segir að útlán Arion banka hf., Íslandsbanka hf. og Landsbankans hf. eru í þessum tölum metin á kaupvirði þ.e. því virði sem þessir aðilar keyptu útlánasafnið á af fyrirrennurum sínum. Lánasöfnin eru endurmetin reglulega sem getur leitt til hækkunar eða lækkunar á virði einstakra lána. Breytingar á útlánasafni þessara aðila geta því stafað af endurmati á virði lána eða af raunverulegum lánahreyfingum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×