Viðskipti innlent

DV greiðir skattaskuld

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ólafur Magnússon er stjórnarformaður útgáfufélags DV.
Ólafur Magnússon er stjórnarformaður útgáfufélags DV.
Nýr hluthafi mun koma inn í hóp eigenda útgáfufélags DV og nokkrir þeirra sem þegar eru á meðal eigenda munu auka við hlutafé sitt. Hlutafjáraukningu er að ljúka. „Það verður stjórnarfundur eftir hálfan mánuð þar sem gengið verður endanlega frá þessu," segir Ólafur Magnússon, stjórnarformaður útgáfufélagsins, í samtali við Vísi. Hann vill ekki segja hver nýi hluthafinn er. „Ég ætla ekki að gera það fyrr en ég er búinn að funda með starfsmönnum," segir hann.

Hlutafjáraukningin nemur um 40 milljónum króna og mun það fé fara í að greiða opinber gjöld. „Það er orðið alveg ljóst núna að DV mun ganga alveg frá skuld við Tollstjóra á næstu þremur til fjórum vikum," segir hann. Þá segir Ólafur að búið sé að greiða mikið af skuldum við lífeyrissjóðina. „En við munum nú sjálfsagt ekki klára það alveg fyrr en í vor, í maí eða júní," segir Ólafur. Þó sé ljóst að það hafi orðið alger viðsnúningur í rekstri.

Ólafur segir að nú þegar sé búið að greiða niður skuld við Tollstjóra úr 87 milljónum niður í 32. Staðan verði í 18-22 milljónum þegar hlutafjáraukingunni er lokið. Hugsanlegt sé að tekið verði lán til að greiða niður þá skuld.



Hluthafar í DV ehf eru eftirfarandi samkvæmt upplýsingum á vef DV, en þessi hlutföll munu breytast.

    Lilja Skaftadóttir Hjartar, 26,9%

    Reynir Traustason, ritstjóri DV 24,7%

    Umgjörð ehf. í eigu Ástu Jóhannesdóttur 18,64%

    Gegnsæi ehf., í eigu Boga Emilssonar, Rögnvalds Rafnssonar, Einar Einarssonar              og Halldórs Jörgenssonar, yfirmanns Microsoft á Íslandi, 10,25%

    Eignarhaldsfélagið Arev ehf. 8,16%

    Jón Trausti Reynisson, ritstjóri DV 1,88%

    Catalina ehf, í eigu Steingríms Stefnissonar 1,86%

    Kú ehf., Ólafur M. Magnússon, 0,93%

    Ingi F. Vilhjálmsson, blaðamaður DV 0,93%

    Dagmar Una Ólafsdóttir jógakennari 0,93%

    Meiriháttar ehf, í eigu Sigurdórs Sigurðssonar framkvæmdarstjóra 0,93%

    Gísli Jónsson hjartalæknir 0,93%

    Innrömmun Sigurjóns ehf. 0,93%

    Víkurós ehf, réttingarverkstæði í Reykjavík, í eigu feðganna Hjartar Erlendssonar og     Erlends Hjartarsonar 0,47%

    Hrafn Margeirsson bifreiðarstjóri 0,47%

    Elín Guðný Hlöðversdóttir 0,3%

    Kolfinna Hagalín Hlöðversdóttir 0,3%

    María Peta Hlöðversdóttir 0,3%

    Sigríður Sigursteinsdóttir ellilífeyrisþegi 0,19%








Fleiri fréttir

Sjá meira


×