Fleiri fréttir RÚV tapaði 85 milljónum Tap Ríkisútvarpsins á rekstrarárinu 1. september árið 2011 til 31. ágúst 2012 nam 85 milljónum króna. Samkvæmt efnahagsreikningi er bókfært fé félagsins um 651 milljón krónur en eiginfjárhlutfall félagsins nemur 11.7 prósentum. Eignir Ríkisútvarpsins nema 5.6 milljörðum króna. 30.12.2012 10:32 Gott nef mikilvægt í bókaútgáfu JPV feðgarnir eru menn ársins í atvinnulífinu að mati Frjálsrar Verslunar. 28.12.2012 22:31 Baltasar og Leifur eru stærstu hluthafar í Truenorth Töluverðar breytingar urðu á hluthafahópi kvikmyndaframleiðslufyrirtækisins Truenorth í janúar á þessu ári. Með breytingunni urðu Leifur B. Dagfinnsson og Baltasar Kormákur Baltasarsson stærstu eigendur fyrirtækisins, en þeir eiga 32% hlut hvor eða samtals 64%. Fjórir lykilstarfsmenn hjá fyrirtækinu eiga svo hin 36%. Það eru þau Helga Margrét Reykdal, Finnur Jóhannsson, Rafnar Hermannsson og Þór Kjartansson. 28.12.2012 17:13 Hátt reitt til höggs "Það er alveg ljóst að það var hátt reitt til höggs,“ segir Þórður Bogason, verjandi Guðmundar Hjaltasonar í Vafningsmálinu. Guðmundur og Lárus Welding, forstjóri Glitnis, fengu í dag níu mánaða fangelsisdóm, þar af sex mánuði skilorðsbundna. Guðmundur Hjaltason var ekki viðstaddur dómsuppsögu. Það var hins vegar Lárus Welding en hvorki hann né Óttar Pálsson, verjandi hans, vildu tjá sig um dómsuppsöguna. Þórður Bogason segir að niðurstaðan sýni að sérstakur saksóknari þurfi að fara í naflaskoðun á því hvernig hann vinnur hlutina. 28.12.2012 14:23 Lárus Welding og Guðmundur Hjaltason sakfelldir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Guðmundur Hjaltason, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis, voru báðir dæmdir í níu mánaða fangelsi fyrir stórfelld umboðssvik í Heraðsdómi Reykjavíkur í dag. 28.12.2012 14:06 Björgólfur fékk Viðskiptaverðlaun Viðskiptablaðsins Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, hlýtur Viðskiptaverðlaun Viðskiptablaðsins árið 2012. Björgólfur Jóhansson veitti verðlaununum viðtöku við hátíðlega athöfn á Grillinu á Hótel Sögu nú í hádeginu. 28.12.2012 13:37 Feðgarnir í forlaginu menn ársins að mati Frjálsrar verslunar Feðgarnir í Forlaginu, Jóhann Páll Valdimarsson og Egill Örn Jóhannsson, eru menn ársins í atvinnulífinu á Íslandi árið 2012, að mati Frjálsrar verslunar. Þeir eru útgefendur í annan og þriðja ættlið og þekkja útgáfusögu Íslands betur en flestir aðrir. 28.12.2012 12:02 Kvikmyndaárið mikla 2012 gert upp Kvikmyndafyrirtækið True North þjónustaði fjögur stór, erlend upptökuverkefni hér á landi á árinu. Markaðurinn ræddi við Leif B. Dagfinnsson framleiðanda um metárið og möguleikana í erlendri kvikmyndagerð á Íslandi. 28.12.2012 12:00 Samherji seldi á hærra verði Útflutningsverð Samherja á botnfiski er að jafnaði hærra en samkeppnisaðila í greininni. Þetta sýna niðurstöður IFS greiningar sem greindi allan fiskútflutning Íslendinga á árunum 2007-2012 að beiðni Samherja. Tilefni greiningarinnar var það að í mars síðastliðnum fékk Seðlabanki Íslands húsleitarheimild hjá Samherja sem byggja á útreikningum á útflutningsverði karfa. 28.12.2012 11:11 Mest lesnu innlendu viðskiptafréttir ársins 2012 Vísir var með fjölbreytta umfjöllun um viðskipti á árinu. Þetta voru jafn ólíkar fréttir og þær voru margar. Sumar hverjar í léttum dúr, eins og frétt af fyrirhugaðri opnun H&M og líka grafalvarlegar fréttir af nauðasamningum, en ekki sér enn fyrir endann á því ferli. 28.12.2012 11:00 Bestu Viðskipti ársins Kaup bandaríska líftækni- og lyfjafyrirtækisins Amgen á öllu hlutafé móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar fyrir 415 milljónir dala, um 52 milljarða króna, eru viðskipti ársins. 28.12.2012 07:00 Björgólfur er viðskiptamaður ársins Dómnefnd Markaðarins valdi Björgólf Jóhannsson, forstjóra Icelandair Group, viðskiptamann ársins 2012. Árið var enda viðburðaríkt hjá félaginu. Það opnaði hótel við höfnina í Reykjavík og stækkaði hótel sitt á Akureyri. Hryggjarstykki félagsins, Icelandair, jók verulega sætaframboð og hefur flutt tvær milljónir farþega á árinu sem er met. Þá gekk félagið frá kaupum á tólf flugvélum frá Boeing í nóvember. 28.12.2012 07:00 Segir tryggingagjaldið ekki lækka nóg Samtök atvinnulífsins gagnrýna þá ákvörðun fjármálaráðherra að lækka tryggingagjaldið um einungis 0,1%. 27.12.2012 20:00 Fjárhagslegri endurskipulagningu lokið Sveitarfélögin Álftanes og Garðabær munu sameinast um áramótin undir heiti Garðabæjar. 27.12.2012 17:41 Dómurinn kveðinn upp í Vafningsmálinu á morgun Dómur verður kveðinn upp í Vafningsmálinu svokallað á morgun, 28. desember. Ákærðir í málinu eru Guðmundur Hjaltason, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis, og Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis. Þeir eru sakaðir um umboðssvik, í tengslum við 10 milljarða peningamarkaðslán til Milestone hinn 8. febrúar 2008. 27.12.2012 16:12 Hagnaður kvikmyndafyrirtækisins Truenorth 44 milljónir króna Hagnaður kvikmyndafyrirtækisins True North nam 44,2 millljónum króna á síðasta ári. Þetta kemur fram í ársreikningi fyrirtækisins sem skilað var til ársreikningaskrár rétt fyrir síðustu mánaðamót. Fyrirtækið sérhæfir sig í kvikmyndaframleiðslu og hefur meðal annars þjónustað alla helstu Hollywoodframleiðendur sem hafa komið hingað til lands að undanförnu. 27.12.2012 15:08 Lönduðu fiski fyrir hálfan milljarð króna Það var heldur betur handagangur í öskjunni hjá Þorbirni hf. í Grindavík rétt fyrir jólin þegar þrír frystitogarar fyrirtækisins lönduðu allir á svipuðum tíma. 27.12.2012 14:11 Gengi krónunnar í algjöru lágmarki Gengi krónunnar hefur verið að lækka umtalsvert seinustu misseri og allt útlit er fyrir að hún verði lægri þegar markaðir loka í dag, en hún hefur verið á árinu. Jafnframt hefur mikil sveifla verið á genginu í ár og er t.d. um 14% munur á hæsta og lægsta gengi evru á móti krónu árið 2012. 27.12.2012 14:03 Myndbandaleiga skuldaði hátt í milljarð Bónusvídeó í Lágmúla hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta samkvæmt tilkynningu sem finna má í Lögbirtingablaðinu. 27.12.2012 10:03 Segir tekjur af gistináttaskatti ekki ofmetnar Katrín Júlíusdóttir, fjármálaráðherra, vísar því á bug að ríkið sé ofmeta tekjur af hækkun virðisaukaskatts á hótel og gistirými. 26.12.2012 13:35 Óásættanleg framtalsskil Aðeins tíu prósent lögaðila skiluðu skattframtali áður en frestur rann út. Flestir skiluðu skattframtölum fjórum til fimm mánuðum of seint 26.12.2012 12:50 Krónan veikst nokkuð undanfarið ár Íslenska krónan hefur veikst frá á sama tíma í fyrra gagnvart vel flestum myntum, sé mið tekið af opinberu gengi íslensku krónunnar á vef Seðlabanka Íslands. Samkvæmt opinberu gengi krónunnar 24. desember 2011 var mögulegt að fá 121,6 krónur fyrir hvern Bandaríkjadal, en nú ári síðar er hægt að fá tæplega 127 krónur fyrir hvern dal. Svipaða sögu er að segja af evrunni. Í fyrra var hægt að fá rúmlega 159 krónur fyrir hverja evru nú ári síðar ríflega 166 krónur. Krónan hefur því veikst nokkuð gagnvart þessum tveimur helstu viðskiptamyntum heimsins, sé horft yfir liðið ár. 25.12.2012 10:00 Hannes Smárason var ráðgjafi við sölu á Íslenskri erfðagreiningu Hannes Smárason athafnamaður var ráðgjafi við sölu á Íslenskri erfðagreiningu til bandaríska fyrirtækisins Amgen fyrir 52 milljarða króna. Kári Stefánsson segir að ráðgjöf Hannesar hafi ekki skipt öllu máli um hvort fyrirtækið yrði selt en segir hann hafa veitt aðstoð í tengslum við fjármál. 23.12.2012 18:30 Íslandsbanki gerir vef sinn aðgengilegri fyrir nýja tækni Íslandsbanki hefur breytt vef sínum á þann veg að hann er nú orðinn aðgengilegri fyrir snjallsíma og spjaldtölvur, en bankastarfsemi hefur í vaxandi mæli verið að færast á þessu vinsælu tæki. 21.12.2012 15:44 Kaupmáttur launa minnkaði í nóvember Vísitala kaupmáttar launa í nóvember er 111,7 stig og lækkaði um 0,1% frá fyrri mánuði. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa hækkað um 0,4%. 21.12.2012 09:08 Verðbólgan minnkar niður í 4,2% Ársverðbólgan mældist 4,2% í desember og minnkar því um 0,3%. Þetta er þvert á spár sérfræðinga sem gerðu ráð fyrir óbreyttri verðbólgu frá fyrri mánuði eða að hún myndi aukast lítilsháttar. 21.12.2012 09:04 Ólafur Jóhannesson selur hugmynd í Hollywood Bandaríski kvikmyndaframleiðandinn Summit Entertainment hefur keypt hugmynd að vísindaskáldsögumynd af leikstjóranum Ólafi Jóhannessyni. 21.12.2012 08:25 Landsframleiðsla á Íslandi 11% yfir meðaltali ESB ríkjanna Landsframleiðsla á mann á Íslandi, leiðrétt fyrir kaupmætti í hverju landi fyrir sig, var 11% yfir meðaltali Evrópusambands ríkjanna á síðasta ári samkvæmt tölum sem hagstofa Evrópusambandsins, Eurostat, hefur birt. 21.12.2012 06:28 Íbúar Garðabæjar og Álftanes skulda 700.000 á mann Skuldir á hvern íbúa hins sameinaða sveitarfélags Garðabæjar og Álftanes munu nema rúmlega 700.000 krónum á næsta ári. 21.12.2012 06:25 Reginn festir kaup á Ofanleiti 2 Reginn hf. hefur fest kaup á fasteigninni að Ofanleiti 2 af félaginu SVÍV. Félagið er sjálfseignastofnun Viðskiptaráðs Íslands um viðskiptamenntun. 21.12.2012 06:08 FME: Sigurður var ekki hættur í stjórn Stapa Að gefnu tilefni vill Fjármálaeftirlitið (FME) taka fram að stjórnarmaður í lífeyrissjóði sem eftirlitið vék nýlega frá störfum, var ekki hættur sem stjórnarmaður. 21.12.2012 06:06 Miðborgin er ekki lengur dýrust Leiguverð er orðið hærra í Reykjavík milli Kringlumýrarbrautar og Reykjanesbrautar en í miðborginni og Vesturbænum. Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um að meðaltali 7,6 prósent á síðustu tólf mánuðum. 21.12.2012 06:00 Vill bíða með nauðasamninga Nefnd fulltrúa allra þingflokka um afnám gjaldeyrishafta hefur áhyggjur af fyrirhuguðum nauðasamningum Glitnis og Kaupþings og telur óráðlegt að samþykkja þá fyrr en heildræn stefna um afnám hafta og samningsafstaða liggur fyrir. Þetta kemur fram í bréfi sem nefndin sendi formönnum allra stjórnmálaflokka í gær. Fréttablaðið hefur bréfið undir höndum. 21.12.2012 06:00 Milljarða tugir í hagnað Afkoma í sjávarútvegi var afburðagóð á árinu 2011, samkvæmt samantekt Hagstofunnar. Framlegð sjávarútvegsins nam rétt tæpum 80 milljörðum króna á árinu 2011 fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) auk greiðslu á 3,7 milljörðum króna í veiðigjald. 21.12.2012 06:00 Útlit fyrir tap Íslandspósts þrátt fyrir einkaleyfi Taprekstur vegna minnkandi póstmagns kallar á að dregið verði úr kostnaði Íslandspósts vegna alþjónustu. 21.12.2012 06:00 Rekja óánægju kúnna Dróma til aðgerðarleysis Arion banka Hluti óánægju viðskiptavina Dróma má rekja til aðgerða og aðgerðarleysis Arion banka en lánasafn Dróma er þjónustað af bankanum. Þetta kemur fram í skýrslu úttektarnefndar um aðgerðir vegna banka- og gjaldeyrishrunsins. 20.12.2012 18:12 Veltu milljarði út af góðu veðri Velta Kjörís í Hveragerði fór í fyrsta sinn yfir einn milljarð króna í veltu á einu starfsári samkvæmt frétt sem birtist á vef Sunnlenska.is í dag. Þetta gerðist þann 21. nóvember síðastliðinn. 20.12.2012 21:23 Álögur á bensín og bjór verða ekki hækkaðar Fallið hefur verið frá hækkunum á opinberum gjöldum á bensíni, olíu, bjór, léttvíni og útvarpssgjaldi og bifreiðargjöldum, sem gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár. Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, greindi frá þessu í umræðum um frumvarpið í dag. 20.12.2012 14:24 Mun betri afkoma í sjávarútvegi en reiknað var með EBITDA framlegð sjávarútvegsins (hagnaður fyrir fjármagnsliði og afskriftir) nam rétt tæpum 80 milljörðum króna á árinu 2011, eftir greiðslu á 3,7 mö.kr. í veiðigjald, en nam tæpum 64 mö.kr. árið 2010, eftir greiðslu á 2,3 mö.kr. í veiðigjald. Þetta kemur fram í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, og er vitnað til talna frá Hagstofu Íslands sem komu í morgun. 20.12.2012 13:36 Saksóknari verst frétta af tilkynningum RNA Mörg þeirra mála sem rannsóknarnefnd Alþingis (RNA) tilkynnti til embættis sérstaks saksóknara þegar hún skilaði skýrslu sinni á vormánuðum 2010, eru enn til rannsóknar hjá embættinu. Ólafur Þór Hauksson saksóknari verst frétta af gangi rannsóknanna, en segir mörg mál vera langt komin í rannsókn. 20.12.2012 12:00 Leiguverð hækkaði í nóvember Leiguverð hækkaði um 0,6% í nóvembermánuði samkvæmt mælingum Þjóðskrár Íslands sem birtir mánaðarlega vísitölu leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu. Leiguverð hefur samkvæmt þessu hækkað um tæp 8% undafarna 12 mánuði. 20.12.2012 10:34 Hagnaður fyrirtækja í sjávarútvegi eykst milli ára Hagnaður sjávarútvegsfyrirtækja fyrir afskriftir, fjármagnskostnað og tekjuskatt sem hlutfall af heildartekjum jókst milli áranna 2010 og 2011. 20.12.2012 09:11 Mannvit fær styrk til jarðvarmaverks í Ungverjalandi Jarðvarmaverkefni sem Mannvit í Ungverjalandi hefur þróað í samstarfi við þarlenda aðila er meðal 23 grænna evrópskra orkuverkefna sem hlutu styrk samkvæmt NER300 áætlun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. 20.12.2012 09:02 Dráttarvextir verða óbreyttir Dráttarvextir verða óbreyttir í 13% fyrir janúarmánuð. Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu Seðlabankans. Vextir verðtryggðra útlána haldast einnig óbreyttir í 3,75%. Hinsvegar hækka vextir óverðtryggðra útlána í 6,75% og vextir af skaðabótakröfum hækka í 4,5%. 20.12.2012 06:29 Gjaldeyrisútboð Seðlabankans þykir velheppnað Gjaldeyrisútboð Seðlabankans í vikunni þykir vel heppnað því þar náðist einn minnsti munur á aflandsgengi krónunnar og því gengi, sem bankinn skráir opinberlega. 20.12.2012 06:22 Sjá næstu 50 fréttir
RÚV tapaði 85 milljónum Tap Ríkisútvarpsins á rekstrarárinu 1. september árið 2011 til 31. ágúst 2012 nam 85 milljónum króna. Samkvæmt efnahagsreikningi er bókfært fé félagsins um 651 milljón krónur en eiginfjárhlutfall félagsins nemur 11.7 prósentum. Eignir Ríkisútvarpsins nema 5.6 milljörðum króna. 30.12.2012 10:32
Gott nef mikilvægt í bókaútgáfu JPV feðgarnir eru menn ársins í atvinnulífinu að mati Frjálsrar Verslunar. 28.12.2012 22:31
Baltasar og Leifur eru stærstu hluthafar í Truenorth Töluverðar breytingar urðu á hluthafahópi kvikmyndaframleiðslufyrirtækisins Truenorth í janúar á þessu ári. Með breytingunni urðu Leifur B. Dagfinnsson og Baltasar Kormákur Baltasarsson stærstu eigendur fyrirtækisins, en þeir eiga 32% hlut hvor eða samtals 64%. Fjórir lykilstarfsmenn hjá fyrirtækinu eiga svo hin 36%. Það eru þau Helga Margrét Reykdal, Finnur Jóhannsson, Rafnar Hermannsson og Þór Kjartansson. 28.12.2012 17:13
Hátt reitt til höggs "Það er alveg ljóst að það var hátt reitt til höggs,“ segir Þórður Bogason, verjandi Guðmundar Hjaltasonar í Vafningsmálinu. Guðmundur og Lárus Welding, forstjóri Glitnis, fengu í dag níu mánaða fangelsisdóm, þar af sex mánuði skilorðsbundna. Guðmundur Hjaltason var ekki viðstaddur dómsuppsögu. Það var hins vegar Lárus Welding en hvorki hann né Óttar Pálsson, verjandi hans, vildu tjá sig um dómsuppsöguna. Þórður Bogason segir að niðurstaðan sýni að sérstakur saksóknari þurfi að fara í naflaskoðun á því hvernig hann vinnur hlutina. 28.12.2012 14:23
Lárus Welding og Guðmundur Hjaltason sakfelldir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Guðmundur Hjaltason, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis, voru báðir dæmdir í níu mánaða fangelsi fyrir stórfelld umboðssvik í Heraðsdómi Reykjavíkur í dag. 28.12.2012 14:06
Björgólfur fékk Viðskiptaverðlaun Viðskiptablaðsins Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, hlýtur Viðskiptaverðlaun Viðskiptablaðsins árið 2012. Björgólfur Jóhansson veitti verðlaununum viðtöku við hátíðlega athöfn á Grillinu á Hótel Sögu nú í hádeginu. 28.12.2012 13:37
Feðgarnir í forlaginu menn ársins að mati Frjálsrar verslunar Feðgarnir í Forlaginu, Jóhann Páll Valdimarsson og Egill Örn Jóhannsson, eru menn ársins í atvinnulífinu á Íslandi árið 2012, að mati Frjálsrar verslunar. Þeir eru útgefendur í annan og þriðja ættlið og þekkja útgáfusögu Íslands betur en flestir aðrir. 28.12.2012 12:02
Kvikmyndaárið mikla 2012 gert upp Kvikmyndafyrirtækið True North þjónustaði fjögur stór, erlend upptökuverkefni hér á landi á árinu. Markaðurinn ræddi við Leif B. Dagfinnsson framleiðanda um metárið og möguleikana í erlendri kvikmyndagerð á Íslandi. 28.12.2012 12:00
Samherji seldi á hærra verði Útflutningsverð Samherja á botnfiski er að jafnaði hærra en samkeppnisaðila í greininni. Þetta sýna niðurstöður IFS greiningar sem greindi allan fiskútflutning Íslendinga á árunum 2007-2012 að beiðni Samherja. Tilefni greiningarinnar var það að í mars síðastliðnum fékk Seðlabanki Íslands húsleitarheimild hjá Samherja sem byggja á útreikningum á útflutningsverði karfa. 28.12.2012 11:11
Mest lesnu innlendu viðskiptafréttir ársins 2012 Vísir var með fjölbreytta umfjöllun um viðskipti á árinu. Þetta voru jafn ólíkar fréttir og þær voru margar. Sumar hverjar í léttum dúr, eins og frétt af fyrirhugaðri opnun H&M og líka grafalvarlegar fréttir af nauðasamningum, en ekki sér enn fyrir endann á því ferli. 28.12.2012 11:00
Bestu Viðskipti ársins Kaup bandaríska líftækni- og lyfjafyrirtækisins Amgen á öllu hlutafé móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar fyrir 415 milljónir dala, um 52 milljarða króna, eru viðskipti ársins. 28.12.2012 07:00
Björgólfur er viðskiptamaður ársins Dómnefnd Markaðarins valdi Björgólf Jóhannsson, forstjóra Icelandair Group, viðskiptamann ársins 2012. Árið var enda viðburðaríkt hjá félaginu. Það opnaði hótel við höfnina í Reykjavík og stækkaði hótel sitt á Akureyri. Hryggjarstykki félagsins, Icelandair, jók verulega sætaframboð og hefur flutt tvær milljónir farþega á árinu sem er met. Þá gekk félagið frá kaupum á tólf flugvélum frá Boeing í nóvember. 28.12.2012 07:00
Segir tryggingagjaldið ekki lækka nóg Samtök atvinnulífsins gagnrýna þá ákvörðun fjármálaráðherra að lækka tryggingagjaldið um einungis 0,1%. 27.12.2012 20:00
Fjárhagslegri endurskipulagningu lokið Sveitarfélögin Álftanes og Garðabær munu sameinast um áramótin undir heiti Garðabæjar. 27.12.2012 17:41
Dómurinn kveðinn upp í Vafningsmálinu á morgun Dómur verður kveðinn upp í Vafningsmálinu svokallað á morgun, 28. desember. Ákærðir í málinu eru Guðmundur Hjaltason, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis, og Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis. Þeir eru sakaðir um umboðssvik, í tengslum við 10 milljarða peningamarkaðslán til Milestone hinn 8. febrúar 2008. 27.12.2012 16:12
Hagnaður kvikmyndafyrirtækisins Truenorth 44 milljónir króna Hagnaður kvikmyndafyrirtækisins True North nam 44,2 millljónum króna á síðasta ári. Þetta kemur fram í ársreikningi fyrirtækisins sem skilað var til ársreikningaskrár rétt fyrir síðustu mánaðamót. Fyrirtækið sérhæfir sig í kvikmyndaframleiðslu og hefur meðal annars þjónustað alla helstu Hollywoodframleiðendur sem hafa komið hingað til lands að undanförnu. 27.12.2012 15:08
Lönduðu fiski fyrir hálfan milljarð króna Það var heldur betur handagangur í öskjunni hjá Þorbirni hf. í Grindavík rétt fyrir jólin þegar þrír frystitogarar fyrirtækisins lönduðu allir á svipuðum tíma. 27.12.2012 14:11
Gengi krónunnar í algjöru lágmarki Gengi krónunnar hefur verið að lækka umtalsvert seinustu misseri og allt útlit er fyrir að hún verði lægri þegar markaðir loka í dag, en hún hefur verið á árinu. Jafnframt hefur mikil sveifla verið á genginu í ár og er t.d. um 14% munur á hæsta og lægsta gengi evru á móti krónu árið 2012. 27.12.2012 14:03
Myndbandaleiga skuldaði hátt í milljarð Bónusvídeó í Lágmúla hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta samkvæmt tilkynningu sem finna má í Lögbirtingablaðinu. 27.12.2012 10:03
Segir tekjur af gistináttaskatti ekki ofmetnar Katrín Júlíusdóttir, fjármálaráðherra, vísar því á bug að ríkið sé ofmeta tekjur af hækkun virðisaukaskatts á hótel og gistirými. 26.12.2012 13:35
Óásættanleg framtalsskil Aðeins tíu prósent lögaðila skiluðu skattframtali áður en frestur rann út. Flestir skiluðu skattframtölum fjórum til fimm mánuðum of seint 26.12.2012 12:50
Krónan veikst nokkuð undanfarið ár Íslenska krónan hefur veikst frá á sama tíma í fyrra gagnvart vel flestum myntum, sé mið tekið af opinberu gengi íslensku krónunnar á vef Seðlabanka Íslands. Samkvæmt opinberu gengi krónunnar 24. desember 2011 var mögulegt að fá 121,6 krónur fyrir hvern Bandaríkjadal, en nú ári síðar er hægt að fá tæplega 127 krónur fyrir hvern dal. Svipaða sögu er að segja af evrunni. Í fyrra var hægt að fá rúmlega 159 krónur fyrir hverja evru nú ári síðar ríflega 166 krónur. Krónan hefur því veikst nokkuð gagnvart þessum tveimur helstu viðskiptamyntum heimsins, sé horft yfir liðið ár. 25.12.2012 10:00
Hannes Smárason var ráðgjafi við sölu á Íslenskri erfðagreiningu Hannes Smárason athafnamaður var ráðgjafi við sölu á Íslenskri erfðagreiningu til bandaríska fyrirtækisins Amgen fyrir 52 milljarða króna. Kári Stefánsson segir að ráðgjöf Hannesar hafi ekki skipt öllu máli um hvort fyrirtækið yrði selt en segir hann hafa veitt aðstoð í tengslum við fjármál. 23.12.2012 18:30
Íslandsbanki gerir vef sinn aðgengilegri fyrir nýja tækni Íslandsbanki hefur breytt vef sínum á þann veg að hann er nú orðinn aðgengilegri fyrir snjallsíma og spjaldtölvur, en bankastarfsemi hefur í vaxandi mæli verið að færast á þessu vinsælu tæki. 21.12.2012 15:44
Kaupmáttur launa minnkaði í nóvember Vísitala kaupmáttar launa í nóvember er 111,7 stig og lækkaði um 0,1% frá fyrri mánuði. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa hækkað um 0,4%. 21.12.2012 09:08
Verðbólgan minnkar niður í 4,2% Ársverðbólgan mældist 4,2% í desember og minnkar því um 0,3%. Þetta er þvert á spár sérfræðinga sem gerðu ráð fyrir óbreyttri verðbólgu frá fyrri mánuði eða að hún myndi aukast lítilsháttar. 21.12.2012 09:04
Ólafur Jóhannesson selur hugmynd í Hollywood Bandaríski kvikmyndaframleiðandinn Summit Entertainment hefur keypt hugmynd að vísindaskáldsögumynd af leikstjóranum Ólafi Jóhannessyni. 21.12.2012 08:25
Landsframleiðsla á Íslandi 11% yfir meðaltali ESB ríkjanna Landsframleiðsla á mann á Íslandi, leiðrétt fyrir kaupmætti í hverju landi fyrir sig, var 11% yfir meðaltali Evrópusambands ríkjanna á síðasta ári samkvæmt tölum sem hagstofa Evrópusambandsins, Eurostat, hefur birt. 21.12.2012 06:28
Íbúar Garðabæjar og Álftanes skulda 700.000 á mann Skuldir á hvern íbúa hins sameinaða sveitarfélags Garðabæjar og Álftanes munu nema rúmlega 700.000 krónum á næsta ári. 21.12.2012 06:25
Reginn festir kaup á Ofanleiti 2 Reginn hf. hefur fest kaup á fasteigninni að Ofanleiti 2 af félaginu SVÍV. Félagið er sjálfseignastofnun Viðskiptaráðs Íslands um viðskiptamenntun. 21.12.2012 06:08
FME: Sigurður var ekki hættur í stjórn Stapa Að gefnu tilefni vill Fjármálaeftirlitið (FME) taka fram að stjórnarmaður í lífeyrissjóði sem eftirlitið vék nýlega frá störfum, var ekki hættur sem stjórnarmaður. 21.12.2012 06:06
Miðborgin er ekki lengur dýrust Leiguverð er orðið hærra í Reykjavík milli Kringlumýrarbrautar og Reykjanesbrautar en í miðborginni og Vesturbænum. Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um að meðaltali 7,6 prósent á síðustu tólf mánuðum. 21.12.2012 06:00
Vill bíða með nauðasamninga Nefnd fulltrúa allra þingflokka um afnám gjaldeyrishafta hefur áhyggjur af fyrirhuguðum nauðasamningum Glitnis og Kaupþings og telur óráðlegt að samþykkja þá fyrr en heildræn stefna um afnám hafta og samningsafstaða liggur fyrir. Þetta kemur fram í bréfi sem nefndin sendi formönnum allra stjórnmálaflokka í gær. Fréttablaðið hefur bréfið undir höndum. 21.12.2012 06:00
Milljarða tugir í hagnað Afkoma í sjávarútvegi var afburðagóð á árinu 2011, samkvæmt samantekt Hagstofunnar. Framlegð sjávarútvegsins nam rétt tæpum 80 milljörðum króna á árinu 2011 fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) auk greiðslu á 3,7 milljörðum króna í veiðigjald. 21.12.2012 06:00
Útlit fyrir tap Íslandspósts þrátt fyrir einkaleyfi Taprekstur vegna minnkandi póstmagns kallar á að dregið verði úr kostnaði Íslandspósts vegna alþjónustu. 21.12.2012 06:00
Rekja óánægju kúnna Dróma til aðgerðarleysis Arion banka Hluti óánægju viðskiptavina Dróma má rekja til aðgerða og aðgerðarleysis Arion banka en lánasafn Dróma er þjónustað af bankanum. Þetta kemur fram í skýrslu úttektarnefndar um aðgerðir vegna banka- og gjaldeyrishrunsins. 20.12.2012 18:12
Veltu milljarði út af góðu veðri Velta Kjörís í Hveragerði fór í fyrsta sinn yfir einn milljarð króna í veltu á einu starfsári samkvæmt frétt sem birtist á vef Sunnlenska.is í dag. Þetta gerðist þann 21. nóvember síðastliðinn. 20.12.2012 21:23
Álögur á bensín og bjór verða ekki hækkaðar Fallið hefur verið frá hækkunum á opinberum gjöldum á bensíni, olíu, bjór, léttvíni og útvarpssgjaldi og bifreiðargjöldum, sem gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár. Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, greindi frá þessu í umræðum um frumvarpið í dag. 20.12.2012 14:24
Mun betri afkoma í sjávarútvegi en reiknað var með EBITDA framlegð sjávarútvegsins (hagnaður fyrir fjármagnsliði og afskriftir) nam rétt tæpum 80 milljörðum króna á árinu 2011, eftir greiðslu á 3,7 mö.kr. í veiðigjald, en nam tæpum 64 mö.kr. árið 2010, eftir greiðslu á 2,3 mö.kr. í veiðigjald. Þetta kemur fram í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, og er vitnað til talna frá Hagstofu Íslands sem komu í morgun. 20.12.2012 13:36
Saksóknari verst frétta af tilkynningum RNA Mörg þeirra mála sem rannsóknarnefnd Alþingis (RNA) tilkynnti til embættis sérstaks saksóknara þegar hún skilaði skýrslu sinni á vormánuðum 2010, eru enn til rannsóknar hjá embættinu. Ólafur Þór Hauksson saksóknari verst frétta af gangi rannsóknanna, en segir mörg mál vera langt komin í rannsókn. 20.12.2012 12:00
Leiguverð hækkaði í nóvember Leiguverð hækkaði um 0,6% í nóvembermánuði samkvæmt mælingum Þjóðskrár Íslands sem birtir mánaðarlega vísitölu leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu. Leiguverð hefur samkvæmt þessu hækkað um tæp 8% undafarna 12 mánuði. 20.12.2012 10:34
Hagnaður fyrirtækja í sjávarútvegi eykst milli ára Hagnaður sjávarútvegsfyrirtækja fyrir afskriftir, fjármagnskostnað og tekjuskatt sem hlutfall af heildartekjum jókst milli áranna 2010 og 2011. 20.12.2012 09:11
Mannvit fær styrk til jarðvarmaverks í Ungverjalandi Jarðvarmaverkefni sem Mannvit í Ungverjalandi hefur þróað í samstarfi við þarlenda aðila er meðal 23 grænna evrópskra orkuverkefna sem hlutu styrk samkvæmt NER300 áætlun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. 20.12.2012 09:02
Dráttarvextir verða óbreyttir Dráttarvextir verða óbreyttir í 13% fyrir janúarmánuð. Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu Seðlabankans. Vextir verðtryggðra útlána haldast einnig óbreyttir í 3,75%. Hinsvegar hækka vextir óverðtryggðra útlána í 6,75% og vextir af skaðabótakröfum hækka í 4,5%. 20.12.2012 06:29
Gjaldeyrisútboð Seðlabankans þykir velheppnað Gjaldeyrisútboð Seðlabankans í vikunni þykir vel heppnað því þar náðist einn minnsti munur á aflandsgengi krónunnar og því gengi, sem bankinn skráir opinberlega. 20.12.2012 06:22