Viðskipti innlent

Óásættanleg framtalsskil

Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar
Mynd úr safni.
Mynd úr safni.
Einungis rúm tíu prósent lögaðila voru búin að skila skattframtali þegar frestur til skila rann út fyrr á þessu ári. Flestir skiluðu framtölum fjórum til fimm mánuðum of seint og segir skrifstofustjóri hjá ríkisskattstjóra framtalsskilin óásættanleg.

Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Tíundar, fréttablaðs ríkisskattstjóra en samkvæmt úttekt Kristjáns Gunnarssonar viðskiptafræðings og skrifstofustjóra á atvinnurekstrarsviði ríkisskattstjóra fóru framtalsskil lögaðila mjög hægt af stað í upphafi árs og höfðu einungis tíu prósent lögaðila skilað inn skattframtali í lok maí þegar auglýstur skilafrestur rann út. Atvinnumenn gátu hins vegar að uppfylltum ákveðnum skilyrðum sótt um framlengdan skilafrest til tíunda september og var sá lokafrestur framlengdur til tuttugasta september.

Eftir sumarfrí fóru skilin hins vegar að taka við sér, mest voru þau í september en í þeim mánuði einum var skilað tæplega helmingi allra framtala lögaðila sem skilað var fyrir álagningu.

Kristján segir í greininni að þessi skil sýni að framtalsskilin eru ekki í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag ríkisskattstjóra og fagaðilafélaga um skil og engan veginn ásættanleg. Hann segir þetta verða til þess að oft vanti framtöl til vinnslu og magnið sé orðið slíkt undir lok álagningarskoðunar að erfiðleikum sé bundið að komast yfir skoðun allra fyrirliggjandi framtala. Ójöfn og síðbúin skil hafi þanni áhrif á gæði þeirrar skoðunar sem framtöl fá. Um fjörutíu prósent framtala eru unnin vélrænt, tæp tuttugu og sjö prósent af starfsmönnum og þrjátíu og tvö prósent eru áætlanir








Fleiri fréttir

Sjá meira


×