Viðskipti innlent

Ólafur Jóhannesson selur hugmynd í Hollywood

Bandaríski kvikmyndaframleiðandinn Summit Entertainment hefur keypt hugmynd að vísindaskáldsögumynd af leikstjóranum Ólafi Jóhannessyni.

Vinnuheitið á myndinni er Revoc og í frétt um málið í blaðinu Hollywood Reporter segir að söguþráður myndarinnar sé einhverskonar blanda úr myndunum District 9 og Moon og eigi að gerast í kjölfar innrásar geimvera á jörðina.

Summit er dótturfyrirtæki Lions Gate og á að baki myndir eins og Twilight seríuna og The Hurt Locker.

Þegar er verið að endurgera myndina Borgríki, sem Ólafur leikstýrði, í Bandaríkjunum en þar heitir hún City State.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×