Viðskipti innlent

Íslandsbanki gerir vef sinn aðgengilegri fyrir nýja tækni

Magnús Halldórsson skrifar
Íslandsbanki hefur breytt vef sínum á þann veg að hann er nú orðinn aðgengilegri fyrir snjallsíma og spjaldtölvur, en bankastarfsemi hefur í vaxandi mæli verið að færast á þessu vinsælu tæki.

"Meirihluti Íslendinga er kominn með snjallsíma samkvæmt könnun MMR í október 2012 og vöxtur í sölu spjaldtölva er gríðarlegur á Íslandi sem og annars staðar í heiminum. Ef spár ganga eftir mun netnotkun í gegnum snjallsíma og spjaldtölvur taka fram úr netumferð í gegnum hefðbundndar tölvur á næstu 2 árum," segir Sigurjón Ólafsson, deildarstjóri vefþróunar hjá Íslandsbanka.

Hann segir ýmislegt benda til þess að bankastarfsemi, líkt og ýmis önnur þjónusta, muni færast yfir á snjallsíma og spjaldtölvur hraðar en margir gerðu ráð fyrir, sökum þess hve innreið þessara tækja hefur verið hröð.

"Þessar staðreyndir ásamt tæplega 350-400% aukningu í umferð á vef Íslandsbanka með mobile tækjum tvö ár í röð hafa sannfært okkur um nauðsyn þess að bjóða upp á síma- og spjaldtölvuvænar lausnir og upplýsingar," segir Sigurjón.

Til marks um hversu hröð innreið snjallsíma og spjaldtölva hefur verið á markaði erlendis þá má ekki síst horfa til Bandaríkjanna. Þar er þessi þróun komin enn lengra en samkvæmt gögnum Pew Internet frá júní 2012 þá er 31% notenda í Bandaríkjunum annað hvort eingöngu eða nánast alltaf að tengjast netinu með mobile tæki og þessi tala fer hækkandi.

Sjá má frekari umfjöllun um þetta, hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×