Viðskipti innlent

Myndbandaleiga skuldaði hátt í milljarð

Tilkynnt var um eldsvoða í Vídeohöllinni, þar sem félagið var skráð til húsa, skömmu eftir að henni var lokað. Í ljós kom að grillmeistari hafði verið að störfum fyrir aftan húsið sem villti um fyrir þeim sem tilkynnti um eldsvoðann.
Tilkynnt var um eldsvoða í Vídeohöllinni, þar sem félagið var skráð til húsa, skömmu eftir að henni var lokað. Í ljós kom að grillmeistari hafði verið að störfum fyrir aftan húsið sem villti um fyrir þeim sem tilkynnti um eldsvoðann.
Bónusvídeó ehf. í Lágmúla 7 hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta samkvæmt tilkynningu sem finna má í Lögbirtingablaðinu.

Fyrirtækið skuldaði tæpan milljarð króna þegar fyrirtækið fór í þrot, en engar eignir fengust upp í kröfuna, sem er var tæplega 845 milljónir króna - og var því skiptum í búið lokið þann 14. desember síðastliðinn.

Félagið var tekið til gjaldþrotaskipta í lok júní árið 2009.

Viðskiptablaðið greinir frá því að slæm skuldastaða félagsins hafi að mestu leyti mátt rekja til 300 milljón króna gengistryggðs láns sem leigan fékk frá Íslandsbanka árið 2007.

Lánið tvöfaldaðist eftir hrun. Þá minnkaði innkoma leigunnar töluvert með tilkomu stafrænnar leigu á kvikmyndum sem og niðurhali á kvikmyndum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×