Viðskipti innlent

Gengi krónunnar í algjöru lágmarki

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Agnar Tómas Möller er sérfræðingur hjá Gamma.
Agnar Tómas Möller er sérfræðingur hjá Gamma.
Gengi krónunnar hefur verið að lækka umtalsvert seinustu misseri og allt útlit er fyrir að hún verði lægri þegar markaðir loka í dag, en hún hefur verið á árinu. Jafnframt hefur mikil sveifla verið á genginu í ár og er t.d. um 14% munur á hæsta og lægsta gengi evru á móti krónu árið 2012.

Agnar Tómas Möller, sérfræðingur hjá GAMMA, segir í samtali við Vísi að út frá vöruskiptajöfnuði geti mánuðirnir frá nóvember og fram í febrúar verið erfiðir fyrir krónuna. Það sé alla jafna mikill innflutningur í kringum jólin og tekjur af ferðaþjónustu í lágmarki. Sem dæmi um það veiktist krónan umtalsvert bæði í ársbyrjun 2010 og 2011 en styrkist í kringum sumarmánuðina þegar ferðaþjónustan er í hámarki.

„Innflutningur hefur verið hægt og bítandi að aukast á sama tíma og lítið hefur verið fjárfest í útflutningsatvinnuvegunum s.l. ár. Horfurnar í sjávarútveginum eru óvissar, bæði út frá afla og afurðaverði sem og vegna stjórnmála, og útlit fyrir að tekjur muni frekar minnka en aukast í þeirri atvinnugrein. Það er því ekki ólíklegt að krónan muni áfram eiga undir högg að sækja á næstu misserum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×