Viðskipti innlent

Krónan veikst nokkuð undanfarið ár

Magnús Halldórsson skrifar
Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands.
Íslenska krónan hefur veikst frá á sama tíma í fyrra gagnvart vel flestum myntum, sé mið tekið af opinberu gengi íslensku krónunnar á vef Seðlabanka Íslands. Samkvæmt opinberu gengi krónunnar 24. desember 2011 var mögulegt að fá 121,6 krónur fyrir hvern Bandaríkjadal, en nú ári síðar er hægt að fá tæplega 127 krónur fyrir hvern dal. Svipaða sögu er að segja af evrunni. Í fyrra var hægt að fá rúmlega 159 krónur fyrir hverja evru nú ári síðar ríflega 166 krónur. Krónan hefur því veikst nokkuð gagnvart þessum tveimur helstu viðskiptamyntum heimsins, sé horft yfir liðið ár.

Sjá má opinbert gengi krónunnar gagnvart helstu myntum, á vef Seðlabanka Íslands, hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×