Viðskipti innlent

Íbúar Garðabæjar og Álftanes skulda 700.000 á mann

Skuldir á hvern íbúa hins sameinaða sveitarfélags Garðabæjar og Álftanes munu nema rúmlega 700.000 krónum á næsta ári.

Þetta kemur fram í tilkynningu um fjárhagsstöðu sveitarfélagsins. Þar segir að heildarskuldir þess muni nema um 9,8 milljörðum króna við árslok á næsta ári. Þessi upphæð er 109% af tekjum sveitarfélagsins.

Gert er ráð fyrir að greiða skuldir niður á næstu árum og að þær verði orðnar 8,7 milljarðar króna árið 2016.

Þá segir að rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins á næsta ári verði jákvæð um 346 milljónir króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×