Viðskipti innlent

RÚV tapaði 85 milljónum

Tap Ríkisútvarpsins á rekstrarárinu 1. september árið 2011 til 31. ágúst 2012 nam 85 milljónum króna. Samkvæmt efnahagsreikningi er bókfært fé félagsins um 651 milljón krónur en eiginfjárhlutfall félagsins nemur 11.7 prósentum. Eignir Ríkisútvarpsins nema 5.6 milljörðum króna.

Í ársreikningi RÚV kemur fram að þetta sé í samræmi við áætlun félagsins.

Laun á rekstrarárinu námu um 1.8 milljörðum króna en voru tæpir 1.7 milljarðar árið á undan. Páll Magnússon, útvarpsstjóri, fékk greiddar 18.6 milljónir í laun. Auk þess fékk hann 4.6 milljónir greiddar vegna leiðréttingar á framkvæmd úrskurðar Kjararáðs 23. febrúar árið 2010. Heildarlaun til helstu stjórnenda námu 114.1 milljónum króna.

Rekstrartekjur Ríkisútvarpsins námu 5.3 milljörðum króna samanborið við tæpa fimm milljarða króna rekstrarárið á undan.

Hægt er að nálgast efnahagsreikningin hér fyrir neðan:






Fleiri fréttir

Sjá meira


×