Indriði: SA vill færa „forréttindahópnum“ fyrir hrun stöðu sína aftur Magnús Halldórsson skrifar 26. nóvember 2012 12:18 Indriði H. Þorláksson. „Tillögur SA miða að því að færa þeim sem nutu forréttinda í skattamálum í aðdraganda hrunsins þá stöðu aftur," segir Indriði H. Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri og ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, og nú ráðgjafi stjórnvalda í skattamálum, í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. Þar rekur Indriði tillögur Samtaka atvinnulífsins í skattamálum, en hann segir að þær feli í sér 30 milljarða króna lækkun á sköttum. „Framangreindar tillögur SA fela í sér 30 ma. kr. lækkun á sköttum. Yfir 20 ma. kr. rynnu til þeirra 5% skattgreiðenda sem hæstar tekjur hafa og allt að 27 mia. kr. til um 30% tekjuhæstu skattgreiðenda. Þeir 3 ma. kr., sem eftir eru myndu deilast á þá sem eftir eru," segir í grein Indriða, sem ber fyrirsögnina Skrautblóm SA. Indriði segir að skattar nú séu lægri en á árunum fyrir hrun, sé mið tekið af algengustu alþjóðlegu mælikvörðum. Orðrétt segir í grein Indriða: „Á föstu verðlagi 2013 voru skattar á árunum 2005-2007 að meðaltali 595 ma. kr. og 557 ma. kr. á árinu 2008. Fjárlagafrumvarpið 2013, með hækkun vegna sveitarfélaga, gerir ráð fyrir 520 ma. kr. Þannig vantar um 37 ma. kr. á að skattar 2013 verði eins háir og þeir voru 2008 og það vantar 75 ma. kr. upp á að þeir nái meðaltali bóluáranna 2005 til 2007. - Tekjustofnar drógust saman við hrunið og skatttekjur minnkuðu þess vegna. Sá samdráttur kom líka fram í þeim tekjum sem til skipta voru. VLF á föstu verðlagi var svipuð á árunum 2005 og 2010 en skattar voru til muna lægri síðara árið. Sama á við um árin 2007 og 2013. - Á árunum 2005 til 2007 voru skattar að meðaltali 32,1% af VLF. Á árinu 2008 var hlutfallið 28% og verður 28,1% á árinu 2013. Sá hluti landsframleiðslu sem fer til sameiginlegra verkefna með sköttum er nær óbreyttur milli 2008 og 2013 en hlutfallið er fjórum prósentustigum lægra 2013 en það var 2005 til 2007. Tæki ríkið eins mikið til sín og þá þyrftu skattar 2013 að vera um 70 ma. kr., hærri en gert er ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu." Sjá má grein Indriða hér. Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
„Tillögur SA miða að því að færa þeim sem nutu forréttinda í skattamálum í aðdraganda hrunsins þá stöðu aftur," segir Indriði H. Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri og ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, og nú ráðgjafi stjórnvalda í skattamálum, í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. Þar rekur Indriði tillögur Samtaka atvinnulífsins í skattamálum, en hann segir að þær feli í sér 30 milljarða króna lækkun á sköttum. „Framangreindar tillögur SA fela í sér 30 ma. kr. lækkun á sköttum. Yfir 20 ma. kr. rynnu til þeirra 5% skattgreiðenda sem hæstar tekjur hafa og allt að 27 mia. kr. til um 30% tekjuhæstu skattgreiðenda. Þeir 3 ma. kr., sem eftir eru myndu deilast á þá sem eftir eru," segir í grein Indriða, sem ber fyrirsögnina Skrautblóm SA. Indriði segir að skattar nú séu lægri en á árunum fyrir hrun, sé mið tekið af algengustu alþjóðlegu mælikvörðum. Orðrétt segir í grein Indriða: „Á föstu verðlagi 2013 voru skattar á árunum 2005-2007 að meðaltali 595 ma. kr. og 557 ma. kr. á árinu 2008. Fjárlagafrumvarpið 2013, með hækkun vegna sveitarfélaga, gerir ráð fyrir 520 ma. kr. Þannig vantar um 37 ma. kr. á að skattar 2013 verði eins háir og þeir voru 2008 og það vantar 75 ma. kr. upp á að þeir nái meðaltali bóluáranna 2005 til 2007. - Tekjustofnar drógust saman við hrunið og skatttekjur minnkuðu þess vegna. Sá samdráttur kom líka fram í þeim tekjum sem til skipta voru. VLF á föstu verðlagi var svipuð á árunum 2005 og 2010 en skattar voru til muna lægri síðara árið. Sama á við um árin 2007 og 2013. - Á árunum 2005 til 2007 voru skattar að meðaltali 32,1% af VLF. Á árinu 2008 var hlutfallið 28% og verður 28,1% á árinu 2013. Sá hluti landsframleiðslu sem fer til sameiginlegra verkefna með sköttum er nær óbreyttur milli 2008 og 2013 en hlutfallið er fjórum prósentustigum lægra 2013 en það var 2005 til 2007. Tæki ríkið eins mikið til sín og þá þyrftu skattar 2013 að vera um 70 ma. kr., hærri en gert er ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu." Sjá má grein Indriða hér.
Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent