MP banki ætlar að auka hlutafé um tvo milljarða 22. nóvember 2012 06:00 Tilkynnt var að nýir eigendur, undir forystu Skúla Mogensen, hefðu tekið við MP banka í apríl í fyrra. Þorsteinn Pálsson var við það tilefni kynntur sem stjórnarformaður bankans. Hann gegnir enn því starfi í dag. fréttablaðið/anton Til stendur að auka hlutafé í MP banka um tvo milljarða króna, eða um 26 prósent. Tillaga þess efnis verður lögð fram á hluthafafundi á mánudag. Núverandi hluthafar bankans ætla flestir að taka þátt í aukningunni en auk þess hafa nýir fjárfestar lýst yfir áhuga á að bætast í hópinn. Skúli Mogensen, stærsti einstaki eigandi MP banka, ætlar að kaupa nýtt hlutafé og halda sömu hlutfallseign í bankanum, en hann á 17,3 prósenta hlut. Ekki liggur fyrir hvort erlendir aðilar, Tavistock Group og Rowland-fjölskyldan, muni taka þátt í aukningunni en það er heldur ekki útilokað. Í apríl í fyrra var tilkynnt um nýir eigendur hefðu keypt starfsemi MP banka á Íslandi og í Litháen. Um var að ræða meira en 40 innlenda og erlenda fjárfesta sem lögðu MP banka til 5,5 milljarða króna í nýtt hlutafé. Fyrir hópnum fór fjárfestirinn Skúli Mogensen sem lagði tæpan milljarð króna til og fékk í staðinn 17,3 prósenta hlut í bankanum. Auk hans voru stærstu aðilarnir í hópnum Lífeyrissjóður verzlunarmanna, Tavistock Group (fjárfestingarfélag sem stofnað var af Bretanum Joseph Lewis), félag í eigu Rowland-fjölskyldunnar, Tryggingamiðstöðin og Klakki, áður Exista. Nú þarf hins vegar nýtt hlutafé ef bankinn á að vaxa meira og því hefur verið boðaður hluthafafundur á mánudag til að leggja tillögu um tveggja milljarða króna hlutafjáraukningu. Sigurður Atli Jónsson, forstjóri MP banka, segir að fái tillagan brautargengi muni verða ráðist í aukninguna seinna í vetur. „Rekstur bankans hefur gengið samkvæmt áætlun og jafnvel gott betur. Þegar farið var af stað í apríl í fyrra, og 5,5 milljarðar króna af hlutafé settir inn í bankann, var verið að auka útlánagetu hans í 24 milljarða króna. Við höfum nú náð því marki. Því stöndum við frammi fyrir tveimur kostum: að halda stöðunni eins og hún er í dag eða auka eiginfjárgrunninn og halda áfram að vaxa. Við erum að velja síðari kostinn sem við teljum bæði hagkvæman og arðbæran." Sigurður Atli segir núverandi hluthafa hafa lýst yfir vilja til að taka þátt í aukningunni en von sé á því að einhverjir nýir fjárfestar bætist líka í hópinn. „Við höfum kannað áhuga á þátttöku mjög lítillega og fyrst og fremst hjá innlendum aðilum. Fyrir utan að gefa okkur áframhaldandi vaxtamöguleika er hlutafjáraukningin líka mikilvæg vegna þess að við stefnum á skráningu á markað 2014. Þá er æskilegt að breikka hluthafahópinn." Skúli Mogensen staðfesti í samtali við Fréttablaðið í gær að hann ætlaði sér að taka þátt í hlutafjáraukningunni og halda þeim eignarhluta sem hann á nú þegar. Það þýðir að Skúli þurfi að leggja bankanum til tæplega 350 milljónir króna til viðbótar. thordur@frettabladid.is Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Til stendur að auka hlutafé í MP banka um tvo milljarða króna, eða um 26 prósent. Tillaga þess efnis verður lögð fram á hluthafafundi á mánudag. Núverandi hluthafar bankans ætla flestir að taka þátt í aukningunni en auk þess hafa nýir fjárfestar lýst yfir áhuga á að bætast í hópinn. Skúli Mogensen, stærsti einstaki eigandi MP banka, ætlar að kaupa nýtt hlutafé og halda sömu hlutfallseign í bankanum, en hann á 17,3 prósenta hlut. Ekki liggur fyrir hvort erlendir aðilar, Tavistock Group og Rowland-fjölskyldan, muni taka þátt í aukningunni en það er heldur ekki útilokað. Í apríl í fyrra var tilkynnt um nýir eigendur hefðu keypt starfsemi MP banka á Íslandi og í Litháen. Um var að ræða meira en 40 innlenda og erlenda fjárfesta sem lögðu MP banka til 5,5 milljarða króna í nýtt hlutafé. Fyrir hópnum fór fjárfestirinn Skúli Mogensen sem lagði tæpan milljarð króna til og fékk í staðinn 17,3 prósenta hlut í bankanum. Auk hans voru stærstu aðilarnir í hópnum Lífeyrissjóður verzlunarmanna, Tavistock Group (fjárfestingarfélag sem stofnað var af Bretanum Joseph Lewis), félag í eigu Rowland-fjölskyldunnar, Tryggingamiðstöðin og Klakki, áður Exista. Nú þarf hins vegar nýtt hlutafé ef bankinn á að vaxa meira og því hefur verið boðaður hluthafafundur á mánudag til að leggja tillögu um tveggja milljarða króna hlutafjáraukningu. Sigurður Atli Jónsson, forstjóri MP banka, segir að fái tillagan brautargengi muni verða ráðist í aukninguna seinna í vetur. „Rekstur bankans hefur gengið samkvæmt áætlun og jafnvel gott betur. Þegar farið var af stað í apríl í fyrra, og 5,5 milljarðar króna af hlutafé settir inn í bankann, var verið að auka útlánagetu hans í 24 milljarða króna. Við höfum nú náð því marki. Því stöndum við frammi fyrir tveimur kostum: að halda stöðunni eins og hún er í dag eða auka eiginfjárgrunninn og halda áfram að vaxa. Við erum að velja síðari kostinn sem við teljum bæði hagkvæman og arðbæran." Sigurður Atli segir núverandi hluthafa hafa lýst yfir vilja til að taka þátt í aukningunni en von sé á því að einhverjir nýir fjárfestar bætist líka í hópinn. „Við höfum kannað áhuga á þátttöku mjög lítillega og fyrst og fremst hjá innlendum aðilum. Fyrir utan að gefa okkur áframhaldandi vaxtamöguleika er hlutafjáraukningin líka mikilvæg vegna þess að við stefnum á skráningu á markað 2014. Þá er æskilegt að breikka hluthafahópinn." Skúli Mogensen staðfesti í samtali við Fréttablaðið í gær að hann ætlaði sér að taka þátt í hlutafjáraukningunni og halda þeim eignarhluta sem hann á nú þegar. Það þýðir að Skúli þurfi að leggja bankanum til tæplega 350 milljónir króna til viðbótar. thordur@frettabladid.is
Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun