Viðskipti innlent

Bregðast þarf við stöðu A-deildar LSR

Ríkisendurskoðun segir að bregðast þurfi við tryggingafræðilegri stöðu A-deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR) með hækkun iðgjalda launagreiðenda. Áfallnar skuldbindingar sjóðsins eru nú rúmum 10 milljörðum króna umfram eignir.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunnar um endurskoðun ríkisreikningsins fyrir árið í fyrra.

Af öðru sem bent er á má nefna að reikningsskilareglur sem ríkisreikningur byggir á víkja í veigamiklum atriðum frá almennt viðurkenndum reikningsskilareglum. Sum þessara frávika eru ónauðsynleg og óæskileg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×