Viðskipti innlent

Heimilin borguðu 54 milljarða í vexti af húsnæðislánum í fyrra

Vaxtakostnaður íslenskra heimila af húsnæðislánum nam tæplega 54 milljörðum króna á síðasta ári. Hafði þessi kostnaður lækkað um tæplega 10 milljarða króna frá árinu 2010.

Þetta kemur fram í svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Lúðvík Geirssyni þingmanni Samfylkingarinnar á Alþingi.

Í svarinu segir að reiknað sé með að þessi kostnaður verði svipaður í ár og hann var í fyrra.

Ennfremur kemur fram í svarinu að vaxtabætur í fyrra námu 14,6 milljörðum króna eða um 27% af vaxtakostnaðinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×