Viðskipti innlent

Sunnuhlíð glímir enn við uppsafnaðan rekstrarvanda

Magnús Halldórsson skrifar
Þrátt fyrir að hjúkrunar- og elliheimlið Sunnuhlíð í Kópavogi hafi á dögunum fengið samþykkt afsal á lóðum á Kópavogstúni, sem tryggir uppgjör á skuldum heimilisins við Landsbankann, þá er enn fyrir hendi uppsafnaður rekstrarvandi sem á eftir að leysa.

Sjálfseignarstofnunin Sunnuhlíð í Kópavogi, þar sem rekið er hjúkrunarheimili fyrir aldraða, hefur glímt við fjárhagsvanda allt frá efnahagshruni, en á dögunum var mikilvægt skref stigið við að ná betri tökum á fjárhagnum, þegar bæjarráð Kópavogs samþykkti beiðni frá Sunnuhlíð um framsal á fjórum lóðum á Kópavogstúni, sem Sunnuhlíð ætlaði að byggja á.

Tekin höfðu verið lán hjá Landsbankanum vegna þessara uppbyggingaráforma og skuldaði heimilið bankanum ríflega 600 milljónir vegna þessa. Með framsalinu á lóðunum, til verktakafyrirtækisins Jáverks, sem hyggst byggja upp á lóðunum sambærilega starfsemi og Sunnuhlíð hygðist reisa, þá hefur Sunnuhlíð verið leyst undan þessum skuldum.

Samkvæmt heimildum Fréttastofu er vandi Sunnuhlíðar þó ekki leystur að fullu enn, þar sem uppsafnaður rekstrarvandi á hjúkrunarheimilinu er enn fyrir hendi, og þörf á úrbótum. Íbúarnir á heimilinu, sem eru á annað hundrað í 108 íbúðum, eiga þó ekki hættu á að tapa fjármunum sem þeir hafa lagt í íbúarétt á heimilinu, líkt og getur í versta falli gerst á hjúkrunarheimlinu Eir. Íbúðirnar á Sunnuhlíð eru óveðsettar og geta komið á móti skuldum við íbúa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×