Viðskipti innlent

Ákvörðun kynnt í dag um Íbúðalánasjóð

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Katrín Júlíusdóttir mun gera grein fyrir stöðu Íbúðalánasjóðs.
Katrín Júlíusdóttir mun gera grein fyrir stöðu Íbúðalánasjóðs. Mynd/ Valli.
Gert er ráð fyrir að ríkisstjórnin muni í dag tilkynna um ákvarðanir sínar í tengslum við Íbúðalánasjóð.

Fyrir helgi kom fram að sjóðurinn þarf tólf milljarða frá ríkissjóði til þess að geta staðið undir kröfum um eiginfjárhlutfall. Fundað hefur verið um stöðu sjóðsins, sem þykir grafalvarleg, alla helgina. Í ljós hefur komið að lán sjóðsins á þessu ári eru ekki nema helmingur af því sem þau voru í fyrra.

Í tilkynningu til Kauphallarinnar segist Íbúðalánasjóður vænta þess að send verði út fréttatilkynning að loknum fundi ríkisstjórnarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×