Viðskipti innlent

Sigríður Ingibjörg: ÍLS þarf að endursemja um skilmála

Þórður Snær Júlíusson skrifar
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, segir að Íbúðalánasjóður (ÍLS) þurfi að endursemja um skilmála skulda sinna og fá eigendur skuldabréfa sem sjóðurinn hefur gefið út til að samþykkta að gera skuldirnar innkallanlegar. Þetta kemur fram í viðtali sem hún veitti Bloomberg fyrr í morgun.

Þar segir hún einnig að afnema þurfi ríkisábyrgð á ÍLS og að skuldir sjóðisns séu tryggðar með húsnæðislánum einstaklinga og fyrirtækja, sem séu öruggustu veð sem til séu á markaði.

Öll viðskipti með skuldabréf ÍLS voru stöðvuð í kauphöll í morgun. Nú stendur yfir ríkisstjórnarfundur þar sem verið er að reyna að finna lausn á málefnum sjóðsins. Fyrir liggur að hann þarf eiginfjárframlag upp á um tólf milljarða króna til að geta uppfyllt lögbundin skilyrði um eiginfjárhlutfall.

Þá hafa Landsbréf sent frá sér eftirfarandi tilkynningi: „Í kjölfar lokunar Kauphallar á viðskiptum með Íbúðabréf nú í morgun taldi stjórn Landsbréfa hf. hagsmuni sjóðfélaga í sjóðum Landsbréfa hf. sem eiga Íbúðabréf útgefin af Íbúðalánasjóði, best tryggða með því að loka á viðskipti með hlutdeildarskírteini í þeim sjóðum á meðan óvissa ríkti um verðmyndun undirliggjandi eigna.   Ákvörðunin verður endurskoðuð um leið og væntanleg frétt verður opinber."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×